Saga - 1994, Side 177
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL GRÆNLANDS
175
^er>da íslands til foma, enda hefðu öll viðurkennd skilyrði til þess að
land teldist nýlenda verið uppfyllt við landnám íslenskra manna á
Grænlandi og taldi að frá því sjónarmiði ætti að líta á samband íslands
°S Grænlands frá upphafi og til þessa dags.39 Einari lá fremur þungt
°rð til afskipta dönsku konungsstjórnarinnar af Grænlandi; áleit að
með afskiptaleysi sínu af landinu hefðu Danir fyrirgert rétti sínum til
^andsins og ritaði:
Getur sú konungstjóm, sem með réttu verður sökuð um þjóð-
dauða Islendinga á Grænlandi, unnið sér eignarrétt yfir land-
inu, með því að gera tilraun til þess að bæta úr hinni hróplegu
vanrækslu á sínum eigin skyldum? Þannig er ferð Hans Egede
gerð til Grænlands (1721) og með þeim hug eru endurstofnuð
samböndin við landið frá Noregi.40
^uðlindir á Grænlandi gátu líka skipt máli fyrir íslendinga að mati
mars, hann benti löndum sínum á að endurskoða afstöðu sína til
^udsins á grundvelli þess þar sem fljótt á litið „... mætti virðast, sem
. Væri lítt freistandi einmitt fyrir íslendinga að seilast eptir eignar-
r]etti yfir hinum mikla jökulfláka. En sje þetta atriði nánar brotið til
mergjar, verður þá öðm vísi litið á það mál."41
Suniir þeirra, sem girntust Grænland til handa íslendingum, virðast
a a gert svo af einberri þjóðrembu, blindaðir af dýrðarljóma af fomum
asögnum af íslendingum á Grænlandi og hetjusögum af heimskauta-
rum samtíðarinnar. Til marks um það er eftirfarandi tilvitnun:
Mikil tíðindi hafa gerst á íslandi, þau mikilvægustu, alt frá
landnámstíð: afkomendur fommanna, sem fundu landið [Græn-
land] og námu það, hafa fundið það á ný. Trú sú á landið og
framtíðina, sem týnd var, er nú aftur tekin. Og svo rík er trúin
á þjóðina, að margir sjá í anda aftur bygð í hinum fjallgirtu,
sumarheitu grænlenzku dölum í Eystri- og Vestribygð ... Og
því trúir þjóð, [íslendingar] að þessir dalir, sem nú eru að mestu
þögulir, en þar sem kátir sveinar skemtu áður meyjum með ís-
lenzkum gamanyrðum og smalinn gældi við hundinn sinn á ís-
fenzku, og mæðumar svæfðu bömin sín við íslenzk vögguljóð,
_^^eigi aftur að byggjast Goðþjóð. [íslendingum]42
40 g-nar ^enediktsson: „Nýlenda íslands", bls. 48-9.
4] |;|'lar ik-’nediktsson: „Nýlenda íslands", bls. 58-9.
42 ó,na/ ®enediktsson: „Þrætan um Grænland", bls. 100.
a r Friðriksson: Frá Vestfjörðum til Vestribyggðar, bls. 154-55.