Saga - 1994, Page 182
180
KRISTJÁN SVEINSSON
til Grænlands voru þær að landið hefði verið íslensk nýlenda til foma,
sem eyðst hefði og týnst „ ... fyrir samningarof konunga, siglingabann
þeirra til annara manna og fullkomið siglingaleysi af sjálfra þeirra
hálfu." Astæður þess að Islendingum bæri að kanna hvort ekki mætti
kalla eftir réttindum á Grænlandi taldi hann hins vegar vera þær að
mikinn fisk mætti draga úr sjó við Grænlandsstrendur, þar væru kol
og málmar í jörðu og búskapur með íslenskt sauðfé hefði lánast vel
þar.52
Tillaga þremenninganna fékk góðar undirtektir á alþingi. Kosin var
þriggja manna nefnd, sem kanna átti réttarstöðu Grænlands gagnvart
Islandi að fomu og nýju, en hún mun ekki hafa verið tiltakanlega starf-
söm. Þó viðaði hún að sér allmiklu efni um Grænland og Grænlend-
inga.
Um miðjan þriðja áratuginn var sem sagt orðinn vemlegur áhugi á
því meðal íslendinga að nýta náttúruauðlindir á Grænlandi og sjást
þess merki að sumir litu á það sem lið í andófi Islendinga gegn dönsk-
um yfirráðum og áfanga á leið þjóðarinnar til fulls aðskilnaðar við Dani-
Arsæll Arnason bóksali í Reykjavík, sem var einn af forsprökkum
Gottuleiðangursins fræga, sem gerður var út í sauðnautaleit til Græn-
lands árið 1929, virðist a.m.k. hafa verið á þessari skoðun er hann ritaði:
„Hvort sem ykkur IDönum] fellur það betur eða ver, þá hafði þó nú
eftir 6-7 aldir, sjálfstætt íslenzkt skip rent akkeri til grunns við Græn-
landsstrendur! Nánar þurfum við ekki að svara ykkur nú, við gerum
það 1943!"53
Deila Norðmanna og Dana um Grænland tók á sig nýja mynd árið
1931, er Norðmenn lýstu stórt landsvæði á Austur-Grænlandi norskt
land.54 íslendingar fylgdust vel með, og þegar ljóst varð að deila land-
anna tveggja yrði lögð í dóm Alþjóðadómstóls Þjóðabandalagsins i
Haag voru Grænlandsmál tekin til umfjöllunar á alþingi öðru sinni.
Að þessu sinni var það Jón Þorláksson, sem lét málið mest til sín taka
og flutti tillögu á þinginu um hagsmunagæslu íslendinga í deilu Norð-
manna og Dana. Hutningsmaður var þeirrar skoðunar að ísland hefði
bæði hagsmuna og réttinda að gæta á Grænlandi, og þótti nauðsyn að
52 Alþingistldindi 1925 D, dálkur 253-54.
53 Ársæll Árnason: Crænlandsför 1929, bls. 132.
54 Jón Ólafur fsberg: „íslensk nýlendustefna", bls. 92.