Saga - 1994, Page 184
182
KRISTJÁN SVEINSSON
vanrækja ekki gæsiu þeirra þegar maliö kæmi fyrir dóm í Haag.55
Talsverð skoðanaskipti urðu á alþingi um það á hvem veg afstaða
íslendinga til Grænlands skyldi vera, og varpa umræðurnar skýru
ljósi á mismunandi skoðanir manna á landinu og íbúum þess.
Jón Þorláksson áleit að íslendingar kynnu að eiga sögulegan rétt til
Grænlands vegna stöðu landsins innan dansk-norska ríkisins fram að
friðargerðinni í Kiel árið 1814, og var þar að auki þeirrar skoðunar að
íslendingar ættu „ ... óhrekjanlegan nútímarétt til Grænlands við hlið
Dana vegna sambandsins við Dani," og kvaðst ávallt hafa hugsað sér
að þetta mál yrði tekið til sérstakrar athugunar þegar sambandslögiu
féllu úr gildi. Til viðbótar hinum sögulegu rökum taldi Jón einnig að
vera kynni að íslendingar þyrftu að leita út fyrir landsteinana með
atvinnurekstur á komandi árum og væri það því „ ... eðlileg ósk af
íslendinga hálfu að geyma og varðveita allan þann rétt, sem ísland
kann að eiga til Grænlands, til þess tíma, þegar íslenzka þjóðin kynni
að þurfa að taka lands- eða sjávargæði þar til notkunar handa sér."56
Héðinn Valdimarsson var ósammála þeirri skoðun að Islendingaí
ættu sögulegan rétt til Grænlands og benti á að með sömu rökum g®tu
Norðmenn átt tilkall til íslands. Ekki var Héðinn fráhverfur því að IS'
lendingar leituðust við að tryggja atvinnuhagsmuni sína á Grænlandi/
en taldi eðlilegast að leysa deiluna um Grænland þannig að landið yrði
sett undir alþjóðleg yfirráð þar sem tekið yrði sérstakt tillit til íbúa þess,
Eskimóanna.57 Mun óhætt að segja að hugmyndir Héðins báru ótvíræð-
an keim af alþjóðahyggju jafnaðarmanna, og hann var einn þingmanna
um það á alþingi árið 1931 að láta sig réttindi íbúa Grænlands ein-
hverju varða.
Magnús Torfason var mjög fylgjandi því að íslendingar héldu fram
rétti sínum til Grænlands, enda taldi hann að þarna væri á ferðurn
framtíðarmál, sem gæti haft ómetanlega þýðingu fyrir íslendinga a
ókomnum öldum, þar sem með aukinni þekkingu og tækni yrði sífellt
auðveldara að „ ... hafa uppi á auðæfum þeim, sem búa í skauti ísauðn-
anna, og handsama þau." Þá taldi hann íslendinga eina þjóða færa um
að „rækta landið" enda væri „haft fyrir satt, að Grænlendingar séu alls
ófærir til þess að rækta það." Þá taldi Magnús íslendinga eina þjóða
55 Alþingisttöindi 1931 A, bls. 236.
56 Alþingisttöindi 1931 D, dálkur 92-3.
57 Alþingisttöindi 1931 D, dálkur97.