Saga - 1994, Page 187
185
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL GRÆNLANDS
meiri uppgripaafli en dæmi væru um annars staðar. Þá vísaði hann til
niðurstaðna fiskifræðinga um að fiskur gengi á miUi landanna og taldi
að minnkandi afli við ísland, en vaxandi við Grænland, benti til þess að
þorskur úr íslenska stofninum hrygndi í auknum mæli við Grænland.
Til viðbótar fiski taldi Pétur fram margvísleg önnur náttúrugæði Græn-
lands, s.s. góða sauðfjárbeit, loðdýraveiði, lax- og silungsveiði, málma í
jörðu, kol og kryolit og heil fjöll úr margvíslega litum marmara.hh
En nú voru aðrir tímar en árið 1931 og þingsályktunartillaga Péturs
Ottesen fékk heldur dræmar viðtökur á alþingi. Bjarm Benediktsson
dómsmálaráðherra og samflokksmaður Péturs taldi að malið ætti að
vSsu að fá faglega umfjöllun lögfræðinga, en vísaði roksemdafærslu
Jóns Dúasonar á bug sem fjarstæðu og tók undir skoðun Olafs Lárus
sonar prófessors, sem þegar árið 1924 hafði andmælt því í riti að Is-
lendingar gætu átt réttindatilkall til Grænlands.67
Einar Olgeirsson þingmaður sósíalista var í hópi þeirra sem kvoddu
sér hljóðs um Grænlandsmálið og af málflutningi hans má gleggst raða
Þau nýju sjónarmið sem tekið var að gæta í milliríkjamálum. Einar taldi
að hugsanlega réttindakröfu íslendinga til Grænlands yrði að byggja á
siðferðilegum grunni ekki síður en lagalegum og vísaði þar til akvorð-
Ur>ar Sameinuðu þjóðanna um að stofna Ísraelsríki á landsvæði Ara a.
Hann var þeirrar skoðunar að með engu móti væri hægt að lita á Græn-
iand sem nýlendu íslands, hvað sem fornum samskiptum landanna
Eði, og áleit að engir gætu átt ríkari rétt til landsins en Grænlendingar
sjálfir.68 Væntanlega mótaðist afstaða Einars af hugmyndinm um sjalfs-
akvörðunarrétt þjóða, sem Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti helt
Sjarnan fram í utanríkisstefnu sinni og talsvert var haldið á lofti eftir
síðari heimsstyrjöld, ekki síst af vinstrisinnum. Einnig má gera rað fyr-
að umræður um framtíð íslands og samskipti við önnur ríki að seinm
heimsstyrjöld lokinni hafi haft áhrif á afstöðu Einars. Ekki var hann
Þ° með öllu afhuga því að íslendingar kynnu að eiga ríkan rett til
Orænlands en aðrar þjóðir, eftir að rétti Grænlendinga sjálfra sleppti.
hann rétt taldi Einar að yrði að byggja á því að íslendingar og Græn-
endingar hefðu um aldaraðir deilt því hlutskipti að byggja harðbýl
J Alþingisttöindi 1947 D, dálkur 453,455.
Alþingisttöindi 1947 D, dálkur 458,460.
A,þingisttöindi 1947 D, dálkur 464.