Saga - 1994, Page 188
186
KRISTJÁN SVEINSSON
lönd norðurhjarans og fært við það miklar fómir. Því væru þessar þjóð-
ir betur að því komnar en aðrar að nýta auðlindir Grænlands.69
Tillaga Péturs Ottesen náði ekki fram að ganga á alþingi, en Bjarni
Benediktsson, sem þá fór með utanríkismál, skipaði sérstaka nefnd
lög- og þjóðréttarfræðinga árið 1948, til að fá botn í réttarkröfumar til
Grænlands áður en endanleg afstaða yrði tekin til þeirra á alþingi. Er
skemmst frá því að segja að eftir rækilega athugun á réttarstöðu
Grænlands að fomu og nýju komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ur-
skurður Alþjóðadómstólsins í Haag væri endanleg niðurstaða og Danir
einir ættu réttartilkall til Grænlands. Einn nefndarmanna bætti því þ°
við í niðurlagsorðum að Danir stæðu enn í óbættum sökum við íslend-
inga fyrir margra alda kaupþrælkun, og gætu réttindi á Grænlandi
verið þáttur í viðleitni þeirra til að bæta langvarandi órétt.70 Alit lög'
fræðinganna var í samræmi við álit Bjarna Benediktssonar og mætti
harðri mótspymu andstæðinga hans, sem tortryggðu niðurstöðuna
mjög. M.a. taldi vikublaðið Frjdls þjóð, málgagn Þjóðvarnarflokksins, ad
Bjarni hefði gert þá kröfu á lokuðum fundum þingmanna um nefnd-
arálitið að alþingi lýsti því yfir að íslendingar ættu ekkert tilkall til
Grænlands og myndu enga kröfu gera í þá átt. Ekki kom fram hverjar
heimildir blaðsins fyrir þessu voru, en ráðherrann var gagnrýndur
mjög harðlega, og það þótt blaðið teldi sér ekki fært að segja neitt um
það hvort íslendingar gætu átt þjóðréttarlegar kröfur af einhverju tag1
til Grænlands.71 Er hér var komið var Grænlandsmálið bersýnilega far'
ið að snúast um afstöðu landsmanna, og stjómmálamanna alveg ser'
staklega, til alþjóðastjórnmála eftirstríðsáranna. Andstæðingar Bjarna
gagnrýndu hann mjög á þessum árum fyrir þátt hans í inngöngu Is
lands í Atlantshafsbandalagið, varnarsamninginn við Bandaríkin °g
fleira er laut að samskiptum íslands við önnur ríki og samtök ríkja. Af
stöðu hans í Grænlandsmálinu mátti því nota til að ásaka hann um
ístöðuleysi gagnvart erlendum ríkjum, og það var gert.
Þótt svona færi um nefndarálitið voru þingmenn ekki allir af bak1
dottnir við tilraunir til að afla íslendingum aðstöðu á Grænlandi. Arl
1951 flutti Lúðvík Jósepsson alþingismaður þingsályktunartillögu þar
69 Alþingisttöindi 1947 D, dálkur 465. , ^
70 [Gizur Bergsteinsson]: Álit nefn'dar, er skipuð var til rannsóknar á því, hvort ts
tnuni eiga réttarkröfur til Grænlands, bls. 164-65.
71 „Utanríkisráðherra íslands í þjónustu Dana", Frjdls þjóð, 23. febr. 1953, bls. L 4-