Saga - 1994, Síða 190
188
KRISTJÁN SVEINSSON
að íslendingum bæri að hlíta úrskurði Haag-dómstólsins og kvaðst ekki
geta „ ... tekið þátt í þeim skrípaleik" að gera kröfur til Grænlands.76
Afstaða stjómarandstöðuþingmannanna Finnboga R. Valdimarssonar
og Einars Olgeirssonar til málsins er um margt athyglisverð. Finnboga
þótti sem íslendingum bæri að greiða atkvæði með tilliti til þeirrar
reynslu sem þeir hefðu sjálfir haft af því að vera nýlenduþjóð Dana, og
var hreint ekki á því að sú reynsla væri svo góð, eða stjórn Dana a
Grænlandi þess eðlis, að unnt væri að greiða tillögunni atkvæði. Auk
þess taldi hann alls ekki fullsannað að íslendingar gætu ekki átt sögu-
legan rétt til Grænlands.77
Einar Olgeirsson ræddi málið á svipuðum nótum. Hann áleit að sa
sögulegi réttur, sem orðið hefði til þess að dómur féll Dönum í vil 1
Haag árið 1933, væri í raun réttur íslendinga, og vísaði til þess að
óspart hefði verið byggt á slíkum rétti í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Þá dró Einar í efa að Grænlendingar sjálfir hefðu látið álit sitt nægileg3
skýrt í ljós í því máli, sem til umfjöllunar var hjá Sameinuðu þjóðunum,
og áleit stjórn Dana í landinu fráleitt svo góða að unnt væri að losa þa
undan skýrslugerð til stofnunarinnar: „Hvað er að gerast þama? la
Grænlandi] Það er að Eskimóamir sem undirþjóð em látnir búa við fá'
tækt og sjúkdóma og það er verið að útrýma þeirra kynstofni. Þetta er
það, sem er að gerast," sagði Einar og taldi að vera mætti að grænlensku
þjóðemi yrði ekki bjargað, en síst sæti á íslendingum að „ ... stjaka við
þeim, þegar þeir standa erfiðast."78
Afdrif ríkisstjórnartillögunnar urðu þau að hún var samþykkt með
30 atkvæðum gegn 20, og var þar með bundinn endahnútur á umraeð-
ur um hugsanleg réttindi íslendinga á Grænlandi. íslenski fulltrúinn
á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, Kristján Albertsson, tók því eng'
an þátt í umræðum um málið og sat hjá er atkvæðagreiðslan fór fram-
Jafnframt var aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammarskjöld, hl'
kynnt um afstöðu íslands í símskeyti og það með að hún gmndvallaðisf
á banni Dana við frjálsum siglingum til Grænlands.79 Kristjáni Al'
bertssyni mun ekki hafa verið þessi ákvörðun alþingis og ríkisstjórnar
með öllu skapfelld. Hann ritaði grein í Morgunblaðið skömmu eftir að
76 Alþingistíðmdi 1954 D, dálkur 13-14.
77 Alþingist0indi 1954 D, dálkur 18-49, 22-3.
78 Alþingist0indi 1954 D, dálkur 34,37,39.
79 Petersen, Finn: Grenlandssagens behandling i FN 1946-54, bls. 73.