Saga - 1994, Page 192
190
KRISTJÁN SVHINSSON
að hafa látið undir höfuð leggjast að bjóða þangað fulltrúum Grænlend-
inga, og hnykkti á því að íslendingar hefðu gerst sekir við Grænlend-
inga er hjáseta íslenska fulltrúans hjá Sameinuðu þjóðunum var ákveð-
in árið 1954.82
Grænlandsþvargið á alþingi árið 1954 bar meðal annars þann árang-
ur að reykvískur verkamaður, Ragnar V. Sturluson, Einholti 11, réðst í
útgáfu tímarits fyrir eigin reikning, sem sérstaklega var helgað mál-
efnum Grænlands, einkum því að efla andstöðu við „innlimun Græn-
lands í Danmörku" eins og komist var að orði í fyrstu ritstjórnargrein
tímaritsins.83
Útgáfa tímaritsins gekk ekki lengi, síðasta tölublað þess kom út í
desember árið 1955, sem bendir naumast til mikils Grænlandsáhuga
meðal íslensku þjóðarinnar. Er raunar líklegt að flestir hafi verið löngu
búnir að fá sig fullsadda á þessu margþvælda málefni, sem hvorki
hafði getað lognast út af eða komið til framkvæmda á umliðnum árum-
Tímarit Ragnars V. Sturlusonar lagði líka fátt nýtt af mörkum til póli'
tískrar Grænlandsumræðu á íslandi, fjallað var talsvert ítarlega um
umræðumar á alþingi árið 1954, og nokkru bætt við, m. a. var birtur
eftirfarandi kveðskapur eftir „eitt íslenzka þjóðskáldið" sem gefur
ágæta sýn inn í þann hugarheim sem umlukti Grænlandsumræðuna
og hún var sprottin úr:
Nú dimmir — og menn hafa á sleipunni slengst,
er sloknaði þjóðræknisneisti.
Eg undrast þann liðsflokk er undirgengst
það ok, sem Thorsvaldið reisti.
Og enn hefur mikið um manndóminn þrengst,
þann manndóm, sem von okkar treysti.
En þetta komst andskotans ódyggðin lengst
frá íslenskum dáðum og hreysti.84
Af öðm efni í blaðinu má nefna að þar birtust greinar eftir Jón Dúason
þar sem hann gagnrýndi meðferð Grænlandsmála á alþingi harðleg3'
82 Einar Olgeirsson: „Skyldan við Grænlendinga", Réttur, 50. árg. 2. tbl. (1975),
97-8.
83 Ragnar V. Sturluson: „Ávarp til lesenda", Grænlandsvinurinn, 1. árg. 1- tbl. (1954),
bls. 1.
84 „Innlimun Grænlands í Danmörku rædd á Alþingi 19. nóvember 1954 , L'}‘!'
Itmdsvinurinn, 1. árg. 1. tbl. (1954), bls. 7.