Saga - 1994, Síða 194
192
KRISTJÁN SVEINSSON
Grænlandsmálinu, og álitsgerðir Einars Arnórssonar og Gizurar Berg-
steinssonar voru „bábiljur" að hans mati.85 Þá sparaði Jón hvergi gagn-
rýni sína á stjórn Dana á landinu fremur en endranær, taldi þá arð-
ræna Grænland skefjalaust og eiga sök á helstu vandræðum grænlensku
þjóðarinnar; lélegum húsakosti, lágum tekjum, berklum, og ýmissi
óáran annarri, enda væru Grænlendingar orðnir andlega og líkamlega
lamaðir í „ ... hinu danska hungurhelvíti á Grænlandi."86
III4. Viðhorf íslenskra ferðalanga og vísindamanna til Grænlendinga
Séra Egill Þórhallason, sem fyrr var nefndur, taldi íslendinga ýmislegt
geta lært af Grænlendingum hvað báta- og klæðagerð snerti og gaf
ráð um slíkt í stuttri grein sem hann ritaði um efnið og birtist árið 178H-
Egill minntist ekkert á eðlisþætti Grænlendinga í grein sinni, og er i
raun vandséð af henni hvaða hug hann hefur borið til Grænlendinga-
Þó er ljóst að hann áleit þá duglega og útsjónarsama við að afla sér h'fs-
viðurværis, og taldi þá snöggtum fremri íslendingum við selveiðah
virðist honum jafnvel á stundum hafa þótt nóg um atganginn þvl
hann ritaði: „ ... er þat ófrýnileg sýn, at siá Grænlendínga og sehnn
eigaz vid, en fagurt at siá feitt herfáng Grænlendínga, sem þeir ur
býtum bera í bardaga-lokin."87
Sigurður Breiðfjörð rímnaskáld og beykir dvaldi á Grænlandi í fjögur
ár, 1831-34, og fékkst þar við beykisiðn auk þess sem honum var ætlaö
að kenna Grænlendingum hákarlaveiðar með lagvað og fleiri veiðiað-
ferðir.88 Sigurður ritaði frásögn um veru sína á Grænlandi, sem fyrst
kom út árið 1835, og lýsti þar kynnum sínum af landi og þjóð alhtar
lega, en tilgangur hans með ritun bókarinnar var að bæta úr skorh
Islendinga á frásögum á íslensku um „ ... seinni forlög þessa lands, er
þeir forðum bygðu,"89 og fór honum þar sem mörgum síðar, að vitneskja
85 Jón Dúason: „Opnið Grænland", Grænlandsvinuritm, 1. árg. 1. tbl. (1954), h
12-13. - Jón Dúason: „Kristján og Grænland", Grænlandsvinurinn, (Aukabla ,
árg. 1. tbl. (1954), bls. 20.
86 Jón Dúason: „Grænland. Þrælabúðir einokunarvalds", Grænlandsvinurinn, 1- a
2. tbl. (1955), bls. 23.
87 Egill Þórhallason: „Stutt Ágrip um Verkun ... ", bls. 175.
88 Sighvatur Gr. Borgfirðingur: Sigurður Breiðfjörð, bls. 13,15.
89 Sigurður Breiðfjörð: Frá Grænlandi, bls. 3.