Saga - 1994, Page 196
194 KRISTJÁN SVEINSSON
þátttakandi í rannsóknarleiðangri sem afla átti vísindalegrar vitneskju
um landið.
Við komuna til Grænlands var það einkum klæðnaður fólksins sem
vakti athygli hans. Sérstaklega þótti Helga sérkennilegt, „ ... að sjá
allar stúlkurnar pilsalausar." Þessu vandist hann þó brátt og taldi enda
klæðnað Grænlendinga einkar hentugan og fór að vorkenna dönskum
konum á Grænlandi, sem almennt tóku ekki upp búninga þarlendra
og áttu því svo „ ... miklu óhægra með að komast um jörðina í þessu
ógreiðfæra landi, heldur en innfædda kvennfólkið." Þá minnist Helgi
einnig á þann sið grænlenskra kvenna að bera mismunandi lit hár-
bönd eftir hjúskaparstöðu.94
Raunar virðist svo sem grænlenskt kvenfólk hafi vakið sérstaka
athygli Helga og að honum hafi þótt það á ýmsan hátt sérkennilegra
en karlarnir. Hann taldi ungar grænlenskar stúlkur laglegar: „ ... þær
eru svo glaðlegar og feitar, en það eru þó einkum augun og tennurnar,
sem eru þeirra prýði." Eldri konur fengu ekki eins jákvæða umsögn:
„Grænlenzku kerlingarnar eru vanalega fádæma ljótar, sköllóttar,
sóðalegar og svo magrar, að maður býst nærri því við að heyra hringla
innan í skinnfötunum."95
Líkamleg einkenni Grænlendinga vöktu annars ekki sérstaka at-
hygli Helga, en hann lét þess getið að grænlenskan væri „ ... fjarska
einkennilegt mál," sem léti þó ekki illa í eyrum: „Það er eitthvað þ®'
legt við málið eins og við fólkið ..." ritaði Helgi, sem taldi Eskimóa
mPg góðlynda að eðlisfari.96 Þá var Helgi hrifinn af því „ ... hvernig
Eskimóum af hugviti sínu hafði tekist að búa svo um, að þeir gátu lifað
allgóðu Iífi í þessari grimmu náttúru," og taldi hann að verið gæti að
þeir stæðu íslendingum framar hvað það snerti að laga lífshætti sína
eftir loftslagi landsins.97
Guðmundur Þorláksson náttúrufræðingur dvaldi á Grænlandi árin
193ÍM5, og kenndi m.a. við Kennaraskólann í Nuuk. Árið 1948 kom út
eftir hann bókin Grænlnnd. Lýsing lands og þjóðnr, þar sem fjallað var
um náttúru Grænlands, jarðsögu landsins, dýralíf, íbúa, atvinnuhætti
og menningu. Þetta rit var samið á mjög hlutlægan hátt, þannig að
94 Helgi Pétursson: Grænlandsför 1897, bls. 32, 34.
95 Helgi Pétursson: Grænlandsför 1897, bls. 35-6.
96 Helgi Pétursson: Grænlandsför 1897, bls. 13-14, 45.
97 Helgi Pétursson: Grænlandsför 1897, bls. 81.