Saga - 1994, Síða 198
196
KRISTJÁN SVEINSSON
blandaðir norrænu blóði, en um þá ritaði hann: „Þeir eru myndarlegri
en Norðurlandafólk, yfirbragðið dökkt, hárið slétt, blásvart, og yndis-
þokki í hreyfingum. Það er létt yfir þessu fólki."102
Ragnar Asgeirsson, starfsmaður Búnaðarfélags íslands, dvaldi um
tveggja vikna skeið á Grænlandi sumarið 1965 í tilefni af hálfrar aldar
afmæli sauðfjárræktar í landinu. Eins og vænta mátti af starfsmanni
íslenskra búnaðarsamtaka veitti hann grænlenskum landbúnaði, eink-
anlega jarðrækt og sauðfjárrækt, sérstaka eftirtekt en lét þó ekki hjá líða
að gefa gaum að fólkinu.
Ragnar hafði raunar kynnst Grænlendingum þegar fimm grænlensk-
ir sauðfjárbændur komu til íslands árið 1963 og átti því vinum að mæta
í landinu. Þá er þess að geta að hann var boðsgestur Grænlendinga a
sauðfjárræktarhátíðinni og lögðu þeir sig í framkróka við að gera ferð
hans sem skemmtilegasta, enda féll honum sérlega vel við Iandsmenn
þótt í upphafi ferðar þætti honum það „ ... einkennileg tilfinning að
standa allt í einu innan um fólk af framandi kynflokki, ólíkum okkar
eigin." Þessi einkennilega tilfinning var þó fljót að yfirgefa Ragnar og
að ferðalokum var honum efst í huga þakklæti til Grænlendinga •
Eystribyggð fyrir þá góðvild og gestrisni sem hann hafði hvarvetna
mætt.103
Asi í Bæ, rithöfundur, var sumarlangt í Holsteinsborg, sem nú heit-
ir Sisimut, á vesturströnd Grænlands árið 1969 og ritaði frásögn um
dvöl sína þar. Ási var afar hrifinn af lundarfari Grænlendinga, kvað
þá mikla skemmtimenn og „gleði af ætt fuglsins" fylgdi kynstofn-
inum.104 Raunar taldi hann flest jákvætt í fari Grænlendinga, nema
þann sið þeirra að fleygja skarni úr híbýlum sínum „út í veður og
vind" að vetrarlagi og þótti Holsteinsborg breyta nokkuð um svip 11'
hins verra þegar snjóa leysti og ófögnuðurinn kom í ljós. Fólkið var þ°
alls ekki sóðalegt með sjálft sig að mati hans, og útlit þess féll honum
vel í geð, einkum þóttu honum bömin aðlaðandi.105 Brynja Benedikts-
dóttir leikstjóri, sem fór til Grænlands í júní 1973 í tengslum við fyrir'
hugaða uppsetningu Þjóðleikhússins á leikritinu Inuk, veitti rusli og
102 Jóhann Briem: Milli Grænlands köldu kletta, bls. 53.
103 Ragnar Ásgeirsson: „Frá Eystri byggð á Grænlandi", bls. 250,290.
104 Ási í Bæ: Granninn ívestri, bls. 12.
105 Ási í Bæ: Granninn í vestri, bls. 19,12-13.