Saga - 1994, Page 200
198
KRISTJÁN SVEINSSON
Þess verður allvíða vart í frásögn Ása í Bæ, að hann áleit stjórn Dana
á Grænlandi hafa verið til lítilla happa fyrir landsmenn. „Undir Dön-
um leystist samfélag Eskimóa upp. Þeir glötuðu sínu fyrra að vísu
áhættusama en frjálsa lífi, en fengu í staðinn verzlunaránauð og drep-
sóttir, sem aftur leiddu af sér athafnadeyfð og vonleysi ... " ritaði
hann, en taldi þó að þrátt fyrir óstjóm og mistök sem orðið hefðu a
Grænlandi undir danskri stjórn, mættu Grænlendingar e.t.v. þakka
sínum sæla fyrir að hafa þó ekki lent undir stjórn einhverra enn verri
manna en Dana.107
Þrátt fyrir þessa lokaniðurstöðu sína taldi Ási í Bæ að framkomu
Dana í garð Grænlendinga hefði oft og tíðum verið ábótavant og væri
enn. Því til sönnunar nefndi hann ruddalega framkomu dansks skip'
verja á grænlensku strandferðaskipi við grænlenska farþega og minnt-
ist svipaðra atvika frá unglingsárum sínum á Islandi.108 Þess var einn-
ig getið í tímaritinu Grænlandsvininum að framkoma danskra skipverja
á strandferðaskipum við Grænland væri ekki sem skyldi, og aö þar
væri gerður verulegur greinarmunur á dönskum farþegum og græu-
lenskum.109
Brynja Benediktsdóttir lét þess einnig getið að ekki væri allt með felldui
í grænlensku samfélagi, þó ekki kenndi hún Dönum um. Hún sá þar
talsverðan drykkjuskap og er hún síðar sá bláfátæka indíána í Bogota 1
Kólumbiu minnti eymd þeirra hana á Kulusuk, „ ... þetta tóm og
vonleysi í augum."110
Steindór Steindórsson grasafræðingur dvaldi á Grænlandi sem þáh'
takandi í íslenskum rannsóknarleiðangri er gerði athuganir á gróður-
fari í Eystribyggð á Grænlandi árið 1977. Honum lá gott orð til Graen
lendinga eftir kynni sín af þeim, kvaðst hafa fallið vel við þá við fyrstu
sýn og virtist menning þeirra og siðir um margt athyglisverð; þelt
væru m.a. gæddir ótvíræðum fegurðarsmekk, gestrisnir og alúðlegm
Afstaða hans til Grænlendinga virðist annars hafa mótast mjög af hug
myndum hans um búsetu norrænna manna á Grænlandi, en hanu
107 Ási í Bæ: Granninn í vestri, bls. 96,124.
108 Ási í Bæ: Gmnninn {vestri, bís. 28,25.
109 „Þegar lökin voru tekin frá Grænlendingum í strandferðaskipi", Gramlandsvinur
inn 1. árg. 5.-6. tbl. (1955), bls. 86-7.
110 Brynja Benediktsdóttir: „Ferðalög með Inuk", bls. 42.
111 Steindór Steindórsson: „Frá Grænlandi", Heima er best 31. árg. 7.-8. tbl.
bls. 238,240.