Saga - 1994, Side 202
200
KRISTJÁN SVEINSSON
efaðist um að hafísinn kæmi frá Grænlandi, því alkunna væri að þar
væri gnótt hans, og máli sínu til staðfestingar bentu höfundar á að ís-
inn ræki helst að landinu í norðvestan- og vestanátt.117 I endurminn-
ingum danskrar konu, sem dvaldi hérlendis árin 1801-15 kemur þessi
sama skoðun einnig fram.118 Hafísinn var aldrei neinn aufúsugestur a
íslandi; honum fylgdu gjarnan hungur og harðræði og má því ætla að
sú skoðun að Grænland væri lítt fýsilegt til búsetu hafi verið útbreidd
meðal íslendinga. Sú virðist a.m.k. hafa verið raunin þegar Jón prestur
Bjarnason á Ballará var að reyna að telja landa sína á Grænlandsferð
um 1730, en honum sagðist þá svo frá skoðunum Islendinga á landinu
að þeir teldu það með öllu óbyggilegt og löstuðu það mjög.119
Það var því að vonum að gróðurfar á Grænlandi kom mörgum
íslenskum ferðamönnum verulega á óvart, einkum skógur og kjarr
sem víða er vöxtulegt í suðurhluta landsins.
Sigurði Breiðfjörð þótti gott um að litast í Eiríksfirði, fannst bæjarstæð-
ið í botni fjarðarins mjög fagurt og gróður þar álitlegur. Birkiskóginn i
Ikalik-firði taldi hann „mikinn og fagran," og landsháttum á fommanna-
slóðum í Siglufirði lýsti hann svo: „Beggja megin árinnar, langan veg
upp í milli hæðanna, eru aðdáanlegar gras-sléttur, og skógur allgóður i
hvorutveggi hlíðinni."120 Sjáanlegt er að það hefur einkum verið gróð-
urlendi Grænlands, sem fangaði auga Sigurðar og varð grundvöllur að
mati hans á því hvað fagurt væri á Grænlandi, og er það að vonum þar
sem hann var uppalinn í íslensku sveitasamfélagi þar sem grósku-
mikill gróður að sumri vissi á feitt sauðfé að hausti og velmegun að
vetri.
Sigurður virðist einnig hafa kunnað vel við sig í þeim þéttbýlisstöðum
sem hann kom til á Grænlandi. í Godtháb, höfuðstað landsins, kvað
hann vera „ ... fagurt land, og mjög fjölbygt," og að mati hans var
kaupstaðurinn í Holsteinsborg vel hýstur, og umhverfið fagurt: „
undi ég [þar] bezt hag mínum á Grænlandi, bæði sökum landfegurðar
og margra hluta annarra," ritaði Sigurður um staðinn. Einkum þód'
117 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Phys,L'
Biarne Povelsens Reise igiennem Island, bls. 517.
118 Bloch, I. Victor: Fru Th 's Erindringer fra Iisland, bls. 15, 46.
119 Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m.fl.", bls. 225.
120 Sigurður Breiðfjörð: Frd Grænlandi, bls. 42,47, 44.