Saga - 1994, Side 204
202
KRISTJÁN SVEINSSON
ar, auðmjúkar bænir, er stigu upp til himins og heit þrá greip mig að
mega dvelja um stund á þessum stöðum."125
Guðmundur Þorláksson náttúrufræðingur lýsti náttúrufari á Græn-
landi býsna ítarlega í fyrrnefndu riti sínu um Grænland. Hafi einhverj-
ir íslendingar enn haldið að fátt væri um náttúrugæði á Grænlandi,
hafa þeir hinir sömu að öllum líkindum skipt snarlega um skoðun að
loknum lestri á bók Guðmundar sem lýsti mun fjölbreyttara dýralífi a
Grænlandi en gerist á Islandi, einkum eru tegundir fugla og sjávar-
spendýra fleiri þar en hér og að mati Guðmundar mátti allvíða finna
gott gróðurlendi og búsældarleg héruð í landinu.126 Islenskir flugliðar
veittu dýralífi á Grænlandi einnig mikla eftirtekt. Sérstaklega þóttu
sauðnaut og hvítabirnir eftirtektarverð dýr, enda sáust þau best ur
flugvélunum, en hvali og seli bar líka fyrir augu er flogið var við
Grænlandsstrendur.127
Eyþór Einarsson grasafræðingur tók þátt í dönskum rannsóknar-
leiðangri til Norðaustur-Grænlands sumarið 1958. Hann kvað þennan
hluta Grænlands stundum vera kallaðan „paradís jarðfræðinga" og
væri það ekki að ástæðulausu því þar væri að finna jarðlög frá flestum
tímabilum jarðsögunnar. Einnig vakti Eyþór athygli á fjölskrúðugu
dýralífi á þessum slóðum, og furðu fjölbreyttum gróðri, miðað við
breiddarstig.'28 Að leiðarlokum var honum einmitt efst í huga hve hatt
upp fjöllin í innfjörðum Grænlands voru gróin, en skýringuna á þv'
áleit hann vera „ ... hið typiska meginlandsloftslag Norðaustur-Græn-
lands, sem er að ýmsu leyti, þó kalt sé, hagstæðara plöntum og gróðri
en hið síbreytilega og umhleypingasama úthafsloftslag hér á landi-
Ragnar Ásgeirsson taldi jarðrækt í Eystribyggð á Grænlandi miklum
erfiðleikum bundna, vegna þess hve jarðvegur væri þar grunnur og
fátt um mýrar sem mætti ræsa fram. Jóhann Briem listmálari tók '
sama streng.130 Ragnar var þó á því að víða væru myndarleg bænda
125 Alexander Jóhannesson: / lofli, bls. 86.
126 Guðmundur Þorláksson: Grænland, bls. 48, 58, 22, 24,26.
127 Sveinn Sæmundsson: Fullhugard fimbulslóðum, bls. 137-38.
128 Eyþór Einarsson: „Þáttur frá Norðaustur-Grænlandi", bls. 110,114,128.
129 Eyþór Einarsson: „Þáttur frá Norðaustur-Grænlandi", bls. 128. .
130 Ragnar Ásgeirsson: „Frá Eystri byggð ... ," bls. 255, 257, 277. — Jóhann Br'e
Milli Grænlands köldu klelta, bls. 37.