Saga - 1994, Síða 214
212
GERALD D. ANDERSON
sem kallaði munnlega geymda sögu „tæki til þess að gera sagnfræði
lýðræðislega,"2 hélt því fram að munnlega geymd saga væri til þess
fallin að „umbreyta sögu einstaklinga í menningarlega sögu, og á
þann hátt veita dýpri skilning á því sem forðum gerðist."3
Söfnun og túlkun munnlega geymdrar sögu gefur margs konar vís-
bendingar um sögu bandarískra þjóðabrota. Gary Y. Okihiro segir:
Munnlega geymd saga býður okkur annan kost við að mynda
okkur skoðanir á sögu og aðferð til þess að endurskapa hið liðna.
Og enda þótt talsmenn sögu í munnlegri geymd fari því ekki
fram að söguskoðun hvers og eins sé jafngild hverri annarri
skoðun eða að hlusta verði á sérhverja rödd, þá staðhæfa þeir, að
með því að snúa sér rakleitt til fólksins eftir sagnfræðilegum
upplýsingum, sé hægt að skrifa sannari sögu en ella. Munnlega
geymd saga freistar okkar til að endurskrifa söguna í því skyni
að höndla mannlegan anda fólksins, komast að raun um hvem-
ig þjóðemisminnihlutar leysa tiltekin vandamál eða mistekst að
leysa þau, hvernig þeir greiddu breytingum braut eða leituðust
við að andæfa þeim, og hversu þeim tókst eða mistókst að bæta
kjör sín og barna sinna. I fáum orðum sagt, saga í munnlegri
geymd setur sér hvorki minna né mjórra markmið en að skrifa
þjóðarsögu sneydda goðsögnum en gegnsýrða mennsku.4
Með þetta í huga getur könnun á munnlega geymdri sögu eins minnsta
þjóðarbrots Bandaríkjanna veitt dýrmæta innsýn.
ísland liggur fast að heimskautsbaugnum, og er veðurfar þar furðu
milt en heldur óskemmtilegt. Trjálausar víðáttur, að hluta til þaktar
jöklum, en nýtanlegt gróðurlendi hentar einna helst til beitar. Enda
þótt búið hafi verið í landinu óslitið frá 874, hefur lífsbaráttan þar
löngum verið hörð, og öðru hvoru hefur minnstu munað að fólkið dæi
þar út vegna drepsótta, eldgosa, jarðskjálfta og hungursneyðar. Um
1800 voru íbúar eyjarinnar einungis um það bil 47000 talsins. Sú al-
menna fólksfjölgun, sem varð um alla Evrópu á nítjándu öld, orsakaði
2 Ronald J. Grele: „It’s Not the Song, It’s the Singing," Envelopes of Sound (Chicago:
Precedent Publishing Company, 1975), bls. 87.
3 Grele: „Movement Without Aim: Methological and Themetic Problems in Oral
History," Envelopes of Sound (Chicago: Precedent Publishing Company, 1975), bls.
142.
4 Gary Y. Okihiro: „Oral History and the Writing of Ethnic History: A Reconnais-
sance into Method and Theory," The Oral History Review (Volume 9,1981), bls. 31.