Saga - 1994, Page 215
FRÁSAGNIR VESTUR ÍSLENDINGA
213
sérstaka erfiðleika fyrir íslendinga. Þegar stórt eldfjall, Hekla,5 gaus
gríðarlega 1875, fóru margir Islendingar að renna hýru auga til Ame-
ríku. Einnig drógust ófáir Islendingar að Norður Ameríku af stjórn-
málalegum ástæðum. ísland hafði verið undirokað af Dönum sem
nýlenda, og dönsk stjómvöld réðu algerlega öllum viðskiptamálum
íslendinga. Og enda þótt íslendingar fengju sérstök stjórnlög 1874 úr
hendi Danakonungs, var æðsta stjórn landsins eftir sem áður í Kaup-
mannahöfn.
Fyrsti hópurinn sem fluttist frá Islandi til Ameríku voru mormónar
sem komu til Utah 1855. Næstu tvo áratugi bættust í hópinn fáeinir
íslenskir lúterstrúarmenn og presbýterar.6 Arið 1870 stofnuðu fjórir
Islendingar litla nýlendu á Washingtoneyju undan Grænflóaskaga í
Wisconsin, og á nokkrum næstu árum stofnuðu nokkrir Islendingar
aðra byggð í Lyon og Yellow Medicine sýslum7 í Minnesota. Um sömu
mundir var nýlenda stofnuð á strönd Winnipegvatns og nefnd Nýja
ísland eða Gimli. Sú byggð var reist á votlendi, og fólkið var hrjáð af
bólusótt og bjargarskorti. Þær nauðir neyddu um það bil helming
landnemanna til þess að flytjast suður á bóginn í Dakotalendur.8 Þar
sameinuðust þeir öðmm hópi íslendinga, sem íslenskur prestur, lútersk-
ur, Páll Þorláksson að nafni, hafði beint þangað. Páll var eins konar
-/íslenskur Móse", sem hafði kannað þær lendur sem síðar urðu Pem-
binasýsla, á leið sinni til prestsstarfa í Nýja íslandi. Honum leist mæta-
vel á landkosti umhverfis Pembinahæðir og hvatti landa sína til að
setjast þar að. í marsmánuði 1878 völdu hann og tveir förunautar hans
staðinn, sem átti eftir að verða miðstöð stærsta íslenska samfélagsins í
bandaríkjunum. Árið 1879 voru fjórir byggðarkjarnar risnir: Hallson,
Akra, Mountain og Garðar. Innan fárra ára höfðu Svold, Eyford og
Hensel bæst í hópinn. íslensku byggðimar á þessum slóðum döfnuðu
með ágætum, og um 1890 fóru nokkrir íbúanna þaðan í landaleit aftur
bl Kanada, og enn aðrir stofnuðu eins konar útibú í McHenrysýslu í
mið-vesturhluta Norður Dakota á bökkum Mouse River. Höfuðstaður-
inn þar var Upham. Samkvæmt manntalinu 1910 voru Islendingar í
Norður Dakota 2784, og þótt nú séu fleiri íslendingar búsettir í Winni-
^ Sjá aftanmálsgrein 1.
^ Sjá aftanmálsgrein 2.
^ Sjá aftanmálsgrein 3.
® Sjá aftanmálsgrein 4.