Saga - 1994, Qupperneq 216
214
GERALD D. ANDERSON
peg í Manitoba, þá er byggð íslendinga í Norður Dakota ennþá stærsta
sveitabyggð þeirra í Norður Ameríku.9
Tvö atriði skera sig úr, þegar rætt er við íslendinga í Norður Dakota.
I fyrsta lagi geta þeir öðrum Norðurlandamönnum Evrópu fremur rak-
ið vesturferð sína til eins afgerandi atviks, Heklugossins.10 Sé á hinn
bóginn litið til vesturferða Norðmanna í hópum, þá hófust þær 1825 og
héldu síðan áfram í bylgjum, sem svara til efnahagsástandsins í Evr-
ópu yfirleitt næstu 90 árin. Hitt atriðið sem sker sig úr meðal Islend-
inga, sem talað er við, er nákvæmnin varðandi fyrsta landnám þeirra.
Þetta kann að hluta til að skýrast af því, að meðal íslendinga, öðrum
Norðurlandabúum fremur, voru vesturferðir fyrirtæki heilla fjölskyldna.
I dæmigerðri íslenskri innflytjendafjölskyldu voru eiginmaður, eigin-
kona, börn, afar, ömmur, frændur og frænkur, og jafnvel fáein hjú að
auki. Eftirfarandi ummæli varpa nokkru Ijósi á umrædd atriði.
I nóvembermánuði 1875, næstum allir hópamir sem komu frá
Islandi voru stórir flokkar, sem komu með einu og sama skipi-
Þetta var skömmu eftir Heklugosið,* 11 og öskufallið þakti allt
landið.12 Skorturinn var svo mikill að farið var til fjalla um vorið
þetta ár og þar safnað grasi og úr því gerðar súpur og grautar.13
...[Foreldrar mínir] fluttust til Gimli og voru þar um skeið, en
þaðan fóru þau til Winnipeg. Loks fluttist faðir minn til Akra í
Norður Dakota. Hann fékk vinnu við skógarhögg og móðir mín
var eldabuska. Loks afréðu þau að flytjast til Mouse River
byggðarinnar, og þar tóku þau heimilisrétt á fjórðungslendu.14
Þau komu af því að rétt áður hafði eldfjall eitt á íslandi gosið,
víðáttumiklir flákar voru þaktir gjósku og auk þess var miklu
af fiskimiðunum umhverfis landið eytt. Af þessum sökum
9 Það skiptir miklu máli, að til eru tvær prentaðar sögur Islendinga í Norður Dakota.
Sveinbjörn Johnson: „The Icelandic Settlement of Pembina County," Collections of
the State Historical Society ofNorth Dakota, Vol I (Bismarck, 1906) og Thorstina Jack-
son Walters, Modern Sagas: The Story of the Icelanders in North America (Fargo:
North Dakota Institute for Regional Studies, 1953). Sjá aftanmálsgrein 5.
10 Sjá aftanmálsgrein 6.
11 Sjá aftanmálsgrein 1.
12 Sjá aftanmálsgrein 7.
13 Sjá aftanmálsgrein 8.
14 Leo Hillman, samtal 3. apríl 1990, Northwest Minnesota Regional History Center,
Moorhead, Minnesota, S4918-5012. Sjá aftanmálsgrein 9.