Saga - 1994, Blaðsíða 220
218
GERALD D. ANDERSON
Eftir Heklugosið,22 stærsta eldfjallsins á íslandi, sölnaði gras og
annar gróður og erfitt var að halda lífi í kindunum. Mikið var
um það rætt að betri lífskjör byðust í Ameríku. [Afi minn og
amma] komu til Kanada og námu land hjá Gimli á strönd
Winnipegvatns. Þau voru meðal fyrstu landnemanna þar,
komu 1. september 1876.23 Þau reistu sér rétt strax bjálkakofa á
vatnsbakkanum. Um veturinn gaus upp bólusótt meðal land-
nemanna og margir dóu.24 Næsta vor fór Harkrimer25 til Da-
kota, þar sem margir vina hans höfðu tekið sér heimilisréttar-
lönd. Farið var með uxaeyki til St. Vincent. Yfir Rauðána var
farið með ferju til Pembina,26 og síðan var farið fótgangandi lang-
leiðina til Garðar.27
Faðir minn kom frá Islandi nítján eða tuttugu ára 1876 og til
Garðar í Norður Dakota. Þaðan fóru þau til Morten í Manitoba
[1901]. Ekki veit ég hversu mörg ár þau voru þar, en þaðan
fóru þau til Saskatchewan. Hann var bóndi og fjölskyldan var
fjölmenn, sjö dætur og þrír synir. Faðir minn átti frænda sem
bjó nálægt Garðar, og sá gerði honum boð um að koma. ...Við
bjuggum á heimili vinar okkar meðan við byggðum yfir okkur.
Það var bjálkahús á tveimur hæðum. Nú, það sást ekki á því að
það væri úr bjálkum, því að það var múrhúðað. Við höfðum til
þess kalkblöndu - kríthvíta. En þarna var æði þröngt um okk-
ur. Uppi voru þrjú svefnherbergi, borðstofa og dagstofa, og
seinna byggði pabbi bíslag fyrir eldhús. Það var spennandi að
fylgjast með þegar húsið var að rísa. ...Það var kalt. Við urðum að
bræða krap til þess að renna á kaffi. Eldhúsið var svo kalt, að við
urðum að fara með mjólk, rjóma og annað, sem við vildum ekki
láta frjósa, inn í dagstofuna.28
22 Sjá aftanmálsgrein 1.
23 Sjá aftanmálsgrein 13.
24 Sjá aftanmálsgrein 14.
25 Sjá aftanmálsgrein 15.
26 Sjá aftanmálsgrein 16.
27 Rosa Campbell, samtal 10. maí 1976, Northwest Minnesota Regional History
Center, Moorhead, Minnesota, S800.
28 Freda Bjornson, samtal 26. janúar 1976, Northwest Minnesota Regional History
Center, Moorhead, Minnesota, S724.