Saga - 1994, Page 221
FRÁSAGNIR VESTUR ÍSLENDINGA
219
[Afi og amma] komu fyrst til Kanada... síðan fóru þau til Norð-
ur Dakota. Það er eins og flestir íslendingar hafi fyrst farið til
Kanada.29 Þau settust að í Svoldbyggðinni, báðar fjölskyldumar.
Þar keyptu þau sér lönd. Öll byggðin, Svold, Akra, Hallson,
Mountain, Garðar, Edinburg, er alíslensk, önnur kynslóðin lærði
að tala ensku, allir af henni. Öðru máli gegndi um þá fyrstu.
Hún var alíslensk, svo að enginn nauður rak hana til að læra
ensku. Hvert þorp hafði sínar eigin búðir, sem keyptu af bænd-
unum rjómann, eggin og annað, og kaupmennirnir voru allir
íslenskir.30
Enda þótt byggðin í vestanverðri Pembinasýslu væri að langmestu
leyti íslensk, þá voru þar samt önnur þjóðabrot. Munnlegar sagnir fs-
lendinga í Norður Dakota sýna viðhorf fólks, sem iðulega var í fyrsta
skipti á ævinni að komast í snertingu við aðra en eigin landa. Til þess
að laga sig að svona sundurleitu samfélagi var fyrsta skrefið að læra að
bjarga sér á sameiginlega tungumálinu. Fyrir alla innflytjendur átti
bandaríski bamaskólinn eftir að verða, eins og skólamálafrömuðurinn
Horace Mann hafði boðað, tækið sem mótaði alla í sömu mynd. Margir
'slensku innflytjendurnir af fyrstu og annarri kynslóðinni komust fyrst
1 kynni við enska tungu í barnaskólanum. Ef til vill em tungumálin
voldugasti burðarás menningarinnar, og eins og öll önnur þjóðabrot
Ufðu íslendingarnir að heyja baráttu til þess að halda menningararfi
sínum lifandi andspænis „ameríkaníseringunni". Sú þolraun og við-
brögð íslendinga við henni speglast í eftirfarandi ummælum.
Þegar ég var drengur var sveitin [Hallson, Norður Dakota] að
65-75% byggð íslensku fólki. Þjóðverjar voru í Cavalier og fá-
einir Rússar, en fátt var um Norðmenn og Svía. ...Okkur var
leyft að tala íslensku í skólanum,31 en við gerðum það ekki oft.
Öll kennsla fór fram á ensku, svo að við töluðum ekki oft ís-
lensku. í grunnskólanum voru sem næst þrír fjórðu nemend-
anna íslenskir.32
^ Sjá aftanmálsgrein 17.
^ Diane Volrath, samtal 6. maí 1990, Northwest Minnesota Regional History
Center, Moorhead, Minnesota, S4918-5028.
Sjá aftanmálsgrein 18.
Q William Dinusson, sjá 18. nmgr.