Saga - 1994, Page 223
FRÁSAGNIR VESTUR ÍSLENDINGA
221
Islendingar voru um það bil 95% íbúanna [á Akra, Norður Da-
kota]. Ein þýsk fjölskylda var þarna. Það var afbragðs fólk og
slettist aldrei upp á vinskapinn. Við höfðum aldrei kennara sem
eingöngu töluðu íslensku, nema á sumarnámskeiðum sem við
sóttum. Sum börnin töluðu litla sem enga ensku heima fyrir,
og þau lærðu heilmikið á þessum námskeiðum. Við töluðum
ávallt íslensku heima hjá mér þegar ég var barn. Við sóttum
sveitaskóla, og ég hugsa að á að giska helmingur kennaranna
hafi verið íslenskur og íslenskumælandi, en þeir töluðu ensku í
skólanum, af því að þar voru börn þýsku fjölskyldunnar. Þeir
ræddu um íslenska sögu í skólanum, en einnig dálítið um
þýska sögu.33
Fyrst í stað held ég að íslendingar hafi verið þar í meiri hluta
um skeið, en ekki mjög lengi, því að annarra þjóða fólk settist
hér að, Norðmenn og fólk frá austurströndinni. Allt var þetta
ágætisfólk. Nú er þarna alls konar óþjóðalýður. ...Faðir minn
kunni dálítið [í ensku], og honum vegnaði ágætlega. Móðir mín
skildi hana og talaði dálítið, ef nauðsyn krafði, en helst vildi hún
komast hjá því. Amma kunni enga ensku. Eins og allir vita er
ólæsi ekkert á Islandi, svo að þau kunnu að sjálfsögðu öll að lesa
og skrifa. ...Skólinn starfaði alltaf á sumrin, því að á veturna var
erfitt að komast á milli bæja. Einu sinni reyndum við að hafa
skóla í janúar, en snjóþyngslin voru svo mikil að honum varð að
fresta fram í mars. Þetta var að sjálfsögðu aðeins grunnskóli.
••■Eg skildi ekki orð [í ensku] þegar ég kom í skólann. [Kenn-
arinn] talaði ekki íslensku. Einhvern veginn lærði ég þó að tala
ensku. Fyrst lærðum við stafrófið eins og gefur að skilja, og
fannst mér ég þá orðinn heilmikill karl. Ekki veit ég hvernig
kennarinn fór að! Svipað var ástatt fyrir hinum börnunum.34
Venjulega voru 20-30 börn í skólanum [í Elm Grove sveit í
McHenrysýslu]. Einungis eitt eða tvö þeirra voru ekki íslensk.35
^ Diane Volrath, sjá 30. nmgr.
35 ^nna Bjornson, sjá 20. nmgr.
60 Hillman, sjá 14. nmgr.