Saga - 1994, Page 224
222
GERALD D. ANDERSON
Ég byrjaði í skólanum löngu áður en mér bar. Ég var þá fimm
ára. Og ekki kunni ég vitund í ensku, svo að ég varð að læra
hana þegar ég var komin í skólann. Þetta var sveitarskóli, suð-
vestur af Mountain, allir átta bekkirnir. Ég er viss um að nem-
endurnir voru 20-25, jafnvel fleiri en 30. Allir voru þeir íslensk-
ir. Ég held að þarna hafi verið ein norsk fjölskylda.36
Pabbi vildi tala íslensku en mamma talaði ensku. Hún var ekki
nema fimm ára þegar hún kom hingað til landsins. En pabbi
lærði hana aldrei. Það gerði honum erfitt fyrir. Venjulega töluð-
um við því íslensku heima. ...Eiginlega sáum við ekki önnur
blöð en það íslenska, og það kom út í Winnipeg og hét Lögberg■
Við fylgdumst með fréttunum af því að við lásum það.37
Skólarnir skiptu þá miklu máli, því að þar lærðu menn að tala
ensku. Sumir hinna eldri llslendinga] lærðu hana aldrei almenni-
lega. Foreldrar mínir lögðu sig aldrei fram við að læra ensku, en
þau kunnu nóg til þess að bjargast af. ...Skólinn okkar var da-
lítið frábrugðinn; við höfðum Norðmenn. Norðmenn og Islending-
ar voru álíka fjölmennir þarna, og til samskipta urðum við að
nota ensku. Þess vegna töluðum við ávallt ensku í skólanum
okkar. Öðruvísi skildum við ekki hvert annað, við reyndum það
ekki einu sinni. ...Fólkið átti íslenskar bækur. Allt sem frá Islandi
kom, maður lifandi, það varð að lesa. Og líka fékk það íslensku
blöðin. Sumir fengu þau frá íslandi, en tvö komu út í Winni-
peg, Heimskringla og Lögberg. Við fengum Lögberg og nágrannar
okkar Heimskringlu. Nú, þá var bara að skiptast á blöðum og
lesa þau bæði. Sama gilti um bækur. Þær voru lesnar upp tíf
agna! ...Einn las upphátt og hinir hlustuðu. Oft vorum við þa
með einhver verk milli handa. Og að lestrinum loknum voru
umræður, sem voru drjúgur þáttur í þessu öllu, því að þannig
náðu menn betri tökum á því sem lesið var, öðluðust dýprl
skilning og gátu beitt þekkingunni.38
36 Esther Hillman, samtal 5. maí 1990, Northwest Minnesota Regional History
Center, Moorhead, Minnesota, S4918-5031.
37 Freda K. Bjornson, sjá 28. nmgr.
38 Kathryn Thordarson, sjá 21. nmgr.