Saga - 1994, Page 228
226
GERALD D. ANDERSON
ekki bara kirkjur í bæjum, þeir höfðu kirkjur út um sveitir. Lík-
ast til hefur hver prestur þjónað fjórum eða fimm kirkjum.47
Islenska lúterska kirkjan var hin eina þarna um slóðir. Islenska
var eina tungumálið sem viðhaft var í heimahúsum og kirkju.
Móðir mín lærði ekki að tala ensku fyrr en hún fór til Winnipeg,
18 ára gömul.48
Þarna var evangelíska lúterska kirkjan og norska lúterska kirkj-
an, en við vorum aldrei í þeim. Fyrst í stað var hún bara ein, en
svo reistu Norðmenn sér kirkju. Flestir Islendingarnir fóru í
evangelísku lútersku kirkjuna. Við áttum enga kirkjubyggingu
[í McHenrysýslu]. Við komum bara saman í samkomuhúsi sveit-
arinnar. Við höfðum íslenskan prest. Mér fannst hann frábær
prestur.49
Fyrst voru skólahúsin byggð og þau voru notuð til messuhalds
þangað til búið var að koma upp kirkjum. Þetta var ákaflega
trúrækið fólk, margt af því, og kirkjan var því ákaflega dýr-
mæt. ...Við höfðum sumamámskeið í kirkjunni, aðallega í trúar-
bragðafræðslu, en þar lærðum við líka svolítið um íslenska sögu.
En við heyrðum meira af því tagi í heimahúsum. Móðuramma
mín var í sífellu að tala um ísland. Hún gerði það frá morgni til
kvölds. Hún spann, prjónaði eða kembdi ull og talaði á meðan í
sífellu. Og þegar ég fór til íslands fannst mér sem ég hefði
komið þar áður, því að ég hefði heyrt svo mikið af því. ...Frændi
minn var fyrsta hvíta bamið sem fæddist þarna um slóðir.
Langafi minn hafði verið prestur á Islandi, og amma mín, móðir
þessa bams, var staðráðin í að það skyldi verða prestur. Og það
fór líka svo, og hann var forseti íslenska kirkjufélagsins í 20 ár.
...A jólanótt fómm við ávallt í kirkju. Við ókum í stómm sleðum
sem hestar drógu. Oft var þá kuldi, frostbitra, heiðríkt og stjörnu-
bjartur himinn, og snjókristallarnir á jörðinni glitruðu eins og
demantar, og allt var þetta stórfenglegt. Öll fjölskyldan fór til
47 Diane Volrath, sjá 30. nmgr.
48 Rosa Campbell, sjá 27. nmgr.
49 Anna Bjornson, sjá 20. nmgr. Sjá aftanmálsgrein 21.