Saga - 1994, Page 230
228
GERALD D. ANDERSON
in var of heilög til veraldlegra athafna. ...Jólasveinninn50 skipti
miklu máli, en hann var ekki frá íslandi. Við börnin vissum frá
fyrstu tíð að Bandaríkin voru landið okkar, og það fyllti okkur
stolti. Og fólkið talaði um að á íslandi væru draugar og huldu-
fólk og alls kyns því lík fyrirbæri, sem venjulega eru ósýnileg.
Og ég minnist þess, að þegar ég heyrði þessar sögur hugsaði ég
sem svo: „Nú, þetta er á Islandi en ekki hér hjá okkur." ...Mat-
urinn, einkum jólamaturinn, var ekki amalegur! Dinafesta5}
kaka í mörgum lögum með sultutaui á milli, og flestum finnst
hún sérlega gómsæt. Þá höfðu þau líka laufabrauð, sem var
bakað í ýmsum myndum. Fleira var af slíku, ólíkt því sem
menn eiga hér að venjast, ákaflega ljúffengt.52
A jólunum sungum við ævinlega íslenska jólasöngva, og þegar
við vorum í barnaskólanum, færðum við upp leiki í kirkjunum
á íslensku. ...Alltaf urðu að vera kerti. íslendingar hafa feikna
mætur á kertum. Þeir hengdu þau á trén. Og við urðum alltaf að
eiga vínartertu, jólabrauð.53
Flestar frásagnir íslendinganna vitna um eftirsjá, ekki eftir gamla
landinu, sem þeir höfðu aldrei augum litið, heldur hinu, hvernig land-
ið ljómaði í minningum foreldranna eða afa og ömmu. Ákall þeirra
sem vildu andæfa samruna hlaut undirtektir þeirra sem ólu í brjósti
ósvikinn hlýhug til gamla landsins og tortryggðu það nýja. En um 1930
var komin til sögunnar ný kynslóð íslenskra Bandaríkjamanna. Þeir
gátu elskað gamla landið, af því að foreldrar þeirra gerðu það, en holl-
usta þeirra var ekki klofin í herðar niður. Ef til vill er einhverja bestu
tjáningu þess, hvernig íslendingar fóru að meta stöðu sína í Bandaríkj-
unum að finna í stefnuyfirlýsingu íslendingafélagsins í Háskóla Norð-
ur Dakota frá 1902. Félagið ætlaði ekki að stefna að því að viðhalda út-
lendu þjóðemi, frábrugðnu og fornlegu að siðvenjum og tungumáli. Það
trúir því að fremsta skylda útlendingsins væri um fram allt að verða
bandarískur ríkisborgari.54
50 Sjá aftanmálsgrein 22.
51 Sjá aftanmálsgrein 23.
52 Kathryn Thordarson, sjá 21. nmgr.
53 Diane Volrath, sjá 30. nmgr.
54 William C. Sherman og Playford Thorson: Plains Folks: North Dakota's Ethnic Hist■
ory (Fargo: Institute for Regional Studies, 1986), bls. 251.