Saga - 1994, Side 234
232
GHRALD D. ANDERSON
Aftanmálsgreinar
1 Hér og síðar í þessari ritsmíð er greiniiega átt við Öskjugosið 1875, þegar vikið er að
Heklugosi og öskufalli, sem rekið hafði fólk til vesturfarar.
2 Ekki er ljóst hvort hér er um að ræða meinloku viðmælanda eða skrásetjara, en það
er alkunna, að hér á landi hafa aldrei verið kalvínstrúarmenn.
3 Hér og annars staðar í ritsmíð þessari er county í Ameríku þýtt með sýsla að vestur-
íslenskum hætti. Toumship sem sveit.
4 Ríkin Norður Dakota og Suður Dakota voru stofnuð 1889. Þar áður kölluðust þau
einu nafni Dakota Territory. Það er hér kallað Dakotalendur.
5 Það er alkunna, að langtum fleiri íslendingar settust að í Kanada en í Bandaríkjun-
um. Þetta er íslensk sérstaða, sem á sér ýmsar skýringar.
6 Sjá 1. grein hér á undan. Annars er þetta fjarstæða.
7 Þetta eru að sjálfsögðu miklar ýkjur, en átti við um margar sveitir á Austurlandi.
8 Eitthvað er hér málum blandað og greinilega átt við fjallagrös og e.t.v. hvannaræt-
ur.
9 Algengasta form landnáms í Bandaríkjunum á þessum tímum var að taka heimilis-
réttarland, - homestead. Section var eining, quarter section = fjórðungslenda.
10 Hallson er kennt við einn fyrsta íslenska landnemann í Norður Dakota, Jóhann P.
Hallsson.
11 Cavalier er allstór og kunnur bær.
12 Duluth er hafnarborg í Minnesota, stendur við Miklavatn, Lake Superior.
13 Það var reyndar seint í október 1875, sem fyrstu íslensku landnemarnir komu til
Nýja Islands.
14 Rétt er að það var veturinn 1876-77 sem bólan geisaði í Nýja íslandi, annan vetur-
inn sem þar var búið.
15 Óskiljanlegt.
16 Att er við bæinn Pembina, ekki sýsluna.
17 Laukrétt athugað, sjá 5. gr. hér á undan.
18 Ekki var það nú alltaf eða alls staðar. Víða var hart gengið fram í því að halda börn-
um frá öðrum tungum en ensku.
19 Garðar dregur nafn af Garðari Svavarssyni. Hugmyndina átti Stephan G. Stephans-
son, en hann bjó þarna um slóðir í tæpan áratug.
20 Þetta eru ýkjur. Hastarlegur klofningur varð í kirkjufélaginu skömmu eftir 1900 og
kostaði langvinn málaferli.
21 Fyrsti íslenski presturinn í Uphambyggð var Valdimar J. Eylands.
22 Santa Claus, Father Christmas, var óþekktur á íslandi, þegar vesturfarar fóru það-
an.
23 Dinafesta er sennilega afbökun útlendinga á eftirlætis köku Vesturíslendinga, vín-
artertu.
24 Frá og með 1874 var 2. ágúst um skeið óopinber þjóðhátíðardagur íslendinga. Leifar
þessa eru þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum, frídagur verslunarmanna og íslendinga-
dagurinn á Gimli í Manitoba.
25 Þ.e. K.N. eða Káinn, kímniskáldið góðkunna.