Saga - 1994, Page 236
234
VETURLIÐIÓSKARSSON
fonti í grein í Fjölni 1838,’ og þýðir þar áletrunina svo: „Albert Thor-
valdsen / gjörði smíðisgrip þenna í Rómaborg, / og gaf hann / íslandi,
/ ættjörðu sinni, / í ræktarskyni / 1827."
Um þennan skímarsá í Rómaborg hafa fáir vitað hingað til, a.m.k. að
hann sé verk Thorvaldsens. Einna fyrstur manna til að gefa honum
gaum og tengja hann Thorvaldsen mun vera þýski listsagnfræðingur-
inn Jiirgen Krilger við Institut fur Kunstgeschichte, háskólanum í Karls-
ruhe. Segja má að hann hafi „uppgötvað" sáinn fyrir fáeinum árum
þegar hann vann að bæklingi fyrir þýsku mótmælendakirkjuna í Róm.1 2
Gripsins hefur þó einu sinni verið lauslega getið áður, í doktorsriti
Karlheinz Hemmeters frá 1984. Um þennan font hefur Kriiger skrifað í
sýningarskrá sem gefin var út vegna sýningar á verkum Thorvaldsens
í Þýskalandi 1991-92 og í þýskt minningarrit um prússneska embættis-
manninn Christian Bunsen, sem gefið var út í Korbach í Þýskalandi árið
1991, en það var einmitt Bunsen þessum að þakka (eða kenna) að „Dóm-
kirkjusár" þessi er á jafnólíklegum stað og í þýskri kirkju í Róm.
Christian Bunsen
Christian Carl Josias Bunsen var einn af þekktari sonum Þýskalands á
fyrri hluta síðustu aldar. Hann var fæddur þann 25. ágúst 1791 í smá-
bænum Korbach, nyrst og vestast í ríkinu Hessen í vestanverðu Þýska-
landi, hér um bil 80 km í vestsuðvestur frá borginni Göttingen. Hann
lést í Bonn 28. nóvember 1860. Bunsen var af kaupmanna- og soldáta-
ættum. Hann var mikill lærdómsmaður og einkum sýndi hann mikla
tungumálahæfileika. Eins og Ijóslega kemur fram í bréfum frá hon-
um3 var hann nítján ára að aldri ráðinn í að helga sig samanburðarmál-
fræðinni, sem þá var í frumbernsku. Hæfileikar Bunsens voru reyndar
á mörgum sviðum og komu snemma fram; tæplega 22 ára að aldri, árið
1813, varð hann til dæmis heiðursdoktor við háskólann í Jena fyrir
1 Sjá grein Jónasar í Rilverkum Jóiwsar Hallgrímssoimr (útg. Haukur Hannesson o.fl-
1989), I. bindi, bls. 367-70; sbr. athugasemdir útgefenda í IV. bindi, bls. 138 og
Þórir Stephensen 1989.
2 Fyrir áhugasama er nafn og heimilisfang þessarar kirkju: Chiesa evangelica, Via
Toscana 7,1-00187, Roma (pers.uppl. frá dr. Júrgen Krúger).
3 Sbr. Ruppel 1991:51, bréf frá Bunsen til M. Sudens.