Saga - 1994, Page 247
Ritfregnir
Már Jónsson: BLÓÐSKÖMM Á ÍSLANDI 1270-1870. Há-
skólaútgáfan. Reykjavík 1993. 311 bls. Töflur.
Þetta er sagnfræðileg rannsókn, annars vegar á dauðarefsingu fyrir blóð-
skömm á íslandi, og hins vegar á breytilegri skilgreiningu á bví sem kallað
hefur verið blóðskömm.
Viðfangsefni ritsins er í alla staði verðugt rannsóknarefni. Höfundur bendir
a að óhugnaðar kunni að gæta gagnvart því hjá fræðimönnum, en hann and-
m*hr slíkum kenndum. Eins og hann bendir á „getur þekking á blóðskömm
1 aldanna rás sagt margt gagnlegt um þróun hugmynda um refsingar og hug-
mynda um mörk þess sem má og ekki má, þess sem er meðfætt eða ósjálfrátt
°8 áunnið eða sjálfrátt" (bls. 18). Jafnframt er viðfangsefnið áleitið siðferðis- og
sarnviskumál. Að minnsta kosti fimmtíu menn, karlar og konur, voru líflátnir
fyrir blóðskömm á fslandi frá síðari hluta 16. aldar til síðari hluta 18. aldar.
hessi staðreynd m.a. var hvatinn að þessum rannsóknum að eigin sögn höf-
ur>dar (bls. 13), en hún hlýtur einnig að knýja á hjá fleirum um afstöðu til rétt-
arlegra, siðferðilegra og samfélagslegra málefna. Það er aðall góðrar sagnfræði
að vekja menn til umhugsunar og umræðu um mannleg málefni í víðum
skilningi með því að varpa á þau sögulegu ljósi.
Ritið skiptist í níu kafla auk skrár um heimildir og rit:
| fyrsta kafla, inngangskafla, er fjallað almennt um rannsóknarefnið blóð-
skömm, um fyrri rannsóknir bæði íslenskar og erlendar, orðanotkun á þessu
rai}nsóknarsviði, heimildir og efnistök.
I öðrum kafla ritsins, miðaldakaflanum, er einkum fjallað um forboðna liði,
P e- hversu víðtæk skilgreiningin á blóðskömm var og hvernig hún komst á.
auðarefsing fyrir blóðskömm tíðkaðist ekki á íslandi á miðöldum.
Þriðji kafli fjallar um dauðarefsingu fyrir blóðskömm í Evrópu og upphaf
hennar.
Fjórði kafli er um upphaf dauðarefsingar fyrir blóðskömm á íslandi á 16.
d og forboðna liði í því sambandi, þ.e. um Stóradóm.
Finimti kafli er um hugmyndir guðfræðinga og löggjafa á 16. og 17. öld um
V?rÍa skyldi taka af lífi fyrir blóðskömm. Sú umræða hafði lítil áhrif á íslandi.
sjötta kafla er því lýst hvernig dæmt var eftir Stóradómi og reynt að hafa
>arhvorkiofnévan.
Sjöundi kafli fjallar um refsingar, þ.e. aftökur, og hvernig farið var að milda