Saga - 1994, Page 248
246
RITFREGNIR
dóma á 18. öld, en áttundi kafli fjallar um afnám dauðarefsingar 1870 og að-
dragandann að því.
Níundi kafli er tilraun til að skoða blóðskammarmál á annan hátt en frá
sjónarhóli yfirvalda.
Þessi samsetning ritsins er rökrétt þegar litið er til innihalds einstakra hluta
þess. I upphafi hvers kafla er alla jafnan stutt greinargerð um efni hans. Verk-
ið er því tiltölulega aðgengilegt og heildstætt þótt efnið sé margbrotið og
margþætt.
1 inngangskafla fer höfundur nokkrum orðum um eðli blóðskammar. Sú
umfjöllun er á margan hátt skynsamleg. Bent er á að saga blóðskammar verði
óhjákvæmilega fyrst og fremst saga banns og refsinga (bls. 24) enda verður
blóðskömm til með banni. „Blóðskömm er ekki til sem slík", segir höfundur
(bls. 12), „heldur verður hún til þegar hún er bönnuð." Þetta neikvæða eðli
blóðskammar hlýtur að torvelda að sumu leyti sögulega rannsókn hennar.
Hið ritaða heimildaefni um blóðskömm er að mestu komið frá yfirvöldum
sem eru að framfylgja þessu banni. í rituðum heimildum er ekki að vænta
upplýsinga um brot á þessu banni þegar þau komust ekki upp. Þessi eigin-
leiki viðfangsefnisins takmarkar það eins og höfundi er mæta vel ljóst (bls.
25).
Annað atriði sem takmarkar viðfangsefnið er að blóðskömm, sem samkvæmt
íslenskum lögum gat náð til 17 forboðinna liða en náði þó í raun aðeins til 12
Iiða (bls. 147), virðist tiltölulega sjaldgæf miðað við önnur saknæm efni sem bönn-
uð voru með líkum hætti. Refsingarnar voru hins vegar harðari en fyrir flest
annað.
Höfundur tekur sér þannig fyrir hendur að gera grein fyrir tiltölulega
sjaldgæfu og neikvætt skilgreindu fyrirbæri á löngum sögulegum tíma eða i
sex aldir. Því mætti kannski orða það svo að viðfangsefnið sé langt og mjótt, en
það er í senn styrkur þess og veikleiki.
Vitund höfundar um takmarkanir og möguleika sagnfræðilegra rannsókna
er á margan hátt lofsverð. Af þessu riti er ljóst að höfundur þess hefur mjög
velt fyrir sér ýmsum fræðilegum vandamálum nútímalegrar sagnfræði. Naegir
að benda á orð hans (bls. 23) þar sem hann segir að í ritgerðinni sé mestu rúrm
varið í atburðalýsingar eða það sem gerðist, minna sé fjallað um hvers vegna
breytingar urðu og loks sé minnst fjallað um það hvaða merkingu atburðir
höfðu fyrrum og gætu haft nú. Þar ræðir hann einnig um að fara meðalveginn
þegar um er að ræða að lýsa atburðarás eða lýsa kerfi og hugmyndasamhengi-
í ritinu er reynt að hafa í heiðri bæði gömul og ný viðhorf í sagnfræði sam-
tímans. Sem kunnugt er hefur mjög verið haldið fram, einkum af frönskutn
sagnfræðingum, gildi þess að greina formgerö eða strúktúr í sögunni. Atburöir
og atburðasaga er þá gjarna talin vera líkt og froða á ómælishafi sögunnar
sem einkennist af öldum eða sveiflum, hagsögulegum sveiflum eða félagS'
sögulegum, og jafnvel jarðsögulegum.
Gömul viðhorf í sagnfræði varða ekki síst pólitík, stjórnmál og stjórnun. A
undanförnum þremur áratugum hafa sagnfræðingar á Vesturlöndum hins
vegar spreytt sig á að þenja söguna yfir alla mannlega starfsemi og þanmg
hafa komið fram rit um sögu bernskunnar, sögu dauðans, sögu geðveikinnar,