Saga - 1994, Blaðsíða 249
RITFREGNIR
247
sögu loftslagsins, sögu lyktarinnar, sögu kvenleikans, sögu líkamans og jafn-
vel sögu þagnarinnar.
Líklega er rétt að menningarleg afstæðishyggja samtímans hefur dregið úr
hefðbundnum mun miðlægra atriða og jaðaratriða í sagnfræði. Jafnframt er
meiri áhersla lögð á viðleitni til að skoða söguna ekki einungis ofan frá, þ.e. út
frá þeim viðhorfum sem ráða í stjórnunarskjölum eða hjá þeim yfirvöldum
sem skrifað hafa þær ritheimildir sem eftir standa. Kröfur eru uppi um að
r<-'ynt sé að líta á söguna svo að segja neðan frá, þ.e. setja sig í spor þeirra sem
Riega hlíta boðum og bönnum yfirvalda, þolenda eða fórnarlamba ef menn
viija orða það svo. Þessu fylgir oft mikill heimildavandi og mikil vandkvæði á
skýringum í sagnfræði.
Síðasti kafiinn í ritinu, níundi kafli, fjallar að nokkru um þessi atriði og mun
komið að honum aftur síðar. Sérstaka athygli vekur hve höfundur hefur lagt
S1g eftir gögnum í skjalasöfnum, bæði hérlendis og erlendis. Af heimilda-
skránni í ritinu má sjá að hann hefur vitjað sex skjalasafna í fjórum löndum, á
Islandi, í Danmörku (Kaupmannahöfn, Viborg), Þýskalandi (Nurnberg, Augs-
hurg) og Mexíkó (Mexíkóborg). Eins og vænta má eru þó einkum nýttir skjala-
forðar í Þjóðskjalasafni íslands í Reykjavík og í Rigsarkivet í Kaupmannahöfn.
I Ljóðskjalasafni íslands eru notaðar yfir þrjátíu dómabækur í Sýsluskjalasafni
frá 17. til 19. aldar. Skrá um prentuð heimilda- og fræðirit (bls. 282-311) sýnir
eins og neðanmálsgreinarnar í ritinu mikla vinnu og lærdóm höfundar. En
auðvitað getur varla farið hjá því að einhvers sé saknað og eitthvað megi betur
fara þegar svo umfangsmikið og metnaðarfullt verk er lagt fram.
II
Orðið bióðskömm er ekki íslenskt gullaldarmál. Höfundur rekur notkun þess í
‘slensku í athugun sinni (bls. 20). Það er komið úr þýsku og elsta dæmi um
það í íslensku er ef til vill í Guðbrandsbiblíu 1584. Gömul og góð íslensk orð um
það sem síðar var farið að kalla blóðskömm eru frændsemisspell eða sifjaspell eins
°8 skilmerkilega er gerð grein fyrir (bls. 18-20) í ritinu. Hins vegar hefði mátt
geta þess að orðið bórdómur náði að fornu einnig yfir það sem á síðari öldum er
uefnt blóðskömm.
I ritinu kemur afmörkun efnisins í tíma nokkuð á óvart hvað varðar fyrri
hrnamörk, þ.e. 1270. Höfundur kemst svo að orði (bls. 22):
Tímabilið sem ritgerðin tekur til hefst um það bil sem kirkjan setti lög
og boð um skriftir og refsingu við blóðskömm eftir miðja 13. öld...
Annars staðar kemur fram (bls. 51 neðanmáls) að höfundur telur að skrifta
yhr blóðskömm sé ekki getið í skriftaboðum Þorláks biskups frá árunum
1178-93. Þannig virðist það skoðun höfundar að um það sem nefnt er blóð-
skömm í síðari alda heimildum hafi ekki gilt boð og bönn á íslandi fyrr en
Se,nt á 13. öld, a.m.k. ekki á íslensku. Þessi skoðun er röng. í skriftaboðum Þor-
aks stendur þetta m.a. (Sveinbjörn Rafnsson, „Skriftaboð Þorláks biskups."
Gripla V. Reykjavík 1983, bls. 108-9):
Ef maður misþyrmir móður sinni eða dóttur eða systur eða þeirri konu
nokkurri er nánari er en systrunga að frændsemi eða sé þvílík mein á