Saga - 1994, Side 250
248
RITFREGNIR
að sifjum eða verður misþyrmt kirkju eða helgum stöðum eða vekur
maður kristnum manni heiftar blóð eða misbýður í nokkru mjög kenni-
mönnum eða bölvar maður föður sínum eða móður eða bami sínu eða
guðlastar maður eða tekur maður nauðiga konu berliga eða situr maður
úti til fróðleiks eða fremur maður galdra eða þá hluti nokkra er magn-
aðir sé eða fremur maður þá hluti nokkra er heiðni sé, þá skal biskup
skepja skriftir, og varist að bert verði ef áður er leynt þótt presti verði
heldur til sagt en biskupi.
Þarna em greinilega ákvæði sem varða blóðskömm og er að sjá sem höfund-
ur hafi ekki komið auga á það. í ljósi þessa hefði verið eðlilegra að marka
rannsókninni tíma frá síðari hluta 12. aldar til 1870.
I þessari grein Þorláksskrifta em fleiri atriði sem skýra sögu blóðskammar á
miðöldum. Fram kemur að varast skuli að blóðskammarbrot komist í hámæli
og gildir þar sama og um vígaferli, kirkjuskemmdir, að bölva sínum nánustu,
nauðganir, galdrakukl og heiðni. Mál af þessu tagi eiga að koma þegjandi og
hljóðalaust fyrir biskup sem skal setja skriftir.
Þannig hefur þetta gengið á fyrri hluta 13. aldar ef marka má íslendinga
sögu Sturlu Þórðarsonar. Þar má sjá að Sturla er ekki viss hvort tilteknir menn
hafi vegið víg þegar þeir eru látnir kárfasta þótt sú skrift þyki benda til þess.
Reynt hefur verið að láta sem minnst uppskátt um grófar syndir sem vöktu
hneyksli. Á miðöldum er trúnaður og þagmælska skriftafeðra og skriftabarna
út á við, um brot eins og blóðskömm, auðvitað ein meginástæða þess að svo lítið
er vitað um þau mál á þeim tíma. Aðeins þegar sló í brýnu milli skriftaföður
og skriftabarns, eins og í Hvassafellsmálum á 15. öld, koma heimildir fram
svo glöggar að menn standa nær agndofa gagnvart þeim. Heimildir af þessu
tagi eru undantekning en þær sanna þó regluna. Æskilegt heíði verið að
höfundur hefði bent á þetta atriði í tengslum við umræðuna um mun á efna-
hagsstöðu þeirra sem drýgðu blóðskömm fyrir og eftir setningu Stóradóms
(bls. 273-74).
Þá hefði einnig verið ástæða til að nota þessa ágætu 12. aldar heimild, sem
höfð var í hávegum fram á 16. öld og lengur, Skriftaboð heilags Þorláks, þar
sem höfundur fjallar um misþunga refsingu fyrir sama brot á bls. 53. í skrifta-
boðum dýrlingsins frá 12. öld segir nefnilega með öðrum orðum nokkurn veg-
inn það sama og stendur á þessari blaðsíðu í ritinu. I Skriftaboðunum stendur
(Skriftaboð Þorláks A 17, bls. 107):
Meira skal bjóða ávallt fyrir jafna synd auðgum en aumum. Meira
heilum en vanheilum. Meira lærðum en ólærðum. Meira meir vígðum
en miður vígðum. Meira sælum en veslum. Meira eldrum en tvítug-
um en þess er yngri eru.
Enn segir þar (Skriftaboð Þorláks A 25, bls. 110-11):
Greina þarf til allra skriftaboða af annmarka atburð eða hve oft framd-
ir verða hinir sömu með ótta eða ákafa, með iðran eða aga, berliga eða
leyniliga, af nokkurri vorkunn eða engri eða hvar nokkur yfirbót hefir
fyrir komið eða engi nálæg. Virða staði og stund, aldur og eðli, njóta
yfirbótar þó að hún hafi fyrri fram komið en játning.