Saga - 1994, Síða 252
250
RITFREGNIR
sögulega lagatexta. Það hefði komið sér vel bæði fyrir lesandann og fyrir höf-
und sjálfan. Þá hefði ef til vill verið hægt að komast hjá hinni hæpnu túlkun
(bls. 107) að telja staðfestingu dómsmanna undir dóminum, þar sem þeir
greina frá innsiglun hans, sem sérlega ánægju þeirra með dóminn. Staðfesting
af þessu tagi, corroboratio eins og það heitir í fornbréfafræði, er einungis for-
múla, nauðsynlegur hluti skjalsins með sama hætti og dagsetning þess, og
lætur ekki í Ijós neinar tilfinningar dómsmanna, ánægju eða óánægju.
Frá siðskiptaupphafinu árið 1541 virðist nokkur óvissa hafa ríkt hér á landi
um hvað væri lög í blóðskammarefnum, allt til ársins 1564 að Stóridómur var
dæmdur. Kristinréttur Arna virðist aldrei hafa verið gjörsamlega afnuminn,
þótt höfundur telji svo hafa verið, enda er talning kristinréttarins á forboðn-
um liðum staðfest í Stóradómi. Þetta kemst þó allt nokkurn vegin rétt til skila
í framsetningunni.
Sérstaklega má benda á atriði varðandi setningu Stóradóms sem höfundur
hefur með í umfjöllun sinni (bls. 100). Það er að árið áður en Stóridómur var
dæmdur gaf konungur út bréf um Yfirdóm Alþingis sem höfuðsmaður skyldi
hlutast til um með báðum lögmönnunum og í skyldu vera 24 dómsmenn, sem
oft voru lögréttumenn og sýslumenn. Þessi dómur var æðri lögréttu og er
varla nógsamlega lögð áhersla á það (bls. 106). Ætla má að Yfirdómur Alþing-
is hafi verið stofnaður af konungi til þess að styrkja innlenda veraldlega stjórn.
Siðskiptum hafði verið komið á með hervaldi, kirkjulegt vald hafði verið brotið a
bak aftur með ofbeldi og herskip send hingað út. Veraldlegir dómar þurftu að
fylla út í valdsvið hinna gömlu kaþólsku kirkjulegu dóma. í þessu sambandi
er rétt að benda á að þessi Yfirdómur Alþingis taldi sig vera undir konungi og
ríkisráði, eða með orðum Stóradóms:
Dæmdum vér...í forsjón og umbót vors náðugasta herra kóngsins og
Danmerkur ríkisráðs, það af að taka og við að auka sem hans högmekt-
ug náð meður ráðinu þætti oss hans kónglegrar náðar undirsátum, inn-
byggjurum og almúga fólki best henta í þessu fátæka Iandi.
Drættir úr gamla kaþólska skriftaganginum voru teknir inn í réttarfarið
með Stóradómi. Á það atriði er varla bent nógu skýrt í því riti sem hér er til
umfjöllunar. Þetta veikir ritið nokkuð en höfuðstyrkur þess er ekki síst lang-
skurðurinn, hin langa fjarsýn, þar sem skyggnst er yfir aldahaf. í réttarfarinu
eftir Stóradómi birtast ýmist játningar sakborninga alveg í stíl kanónísks rétt-
ar eða þungir og fjölmennir svardagar sakborninga í stíl veraldlegs réttar a
miðöldum. Um Ieið og veraldleg yfirvöld taka að sér dómssvið kirkjunnar taka
þau einnig undir sinn væng aðferðir kanónísks réttar í ríkari mæli en áður.
í ágætum kafla ritsins, sjötta kafla (bls. 157-93), er gerð grein fyrir forsend-
um dauðadóma og rakið hve dómendur vönduðu sig við dómstörfin. „Barn-
eign þurfti til og fólk varð að játa" segir þar (bls. 157). Hér er komin játningin
úr gamla skriftakerfinu þótt afleiðingarnar séu allt aðrar en fyrrum.
Höfundur rekur fyrstu dóma frá og með Stóradómi skýrt og greinilega, og
umfjöllunin um hinn baráttuglaða og ritdeilugjarna Guðbrand biskup Þ°r'
láksson er einnig prýðileg. Þar hefði kannski mátt benda frekar á hvernig Guð-
brandur nýtir sér flokkun gamals kaþólsks kirkjuréttar í aflausn syndara (bls-
114). Þannig er sundurgreining Guðbrands biskups á brotamönnum sem Ú