Saga - 1994, Page 253
RITFREGNIR
251
aflausn kirkjunnar nákvæmlega eins og sundurgreining skriftaboða Þorláks
flá 12. öld. Sjá má (bls. 114) að Guðbrandur vill að prófastar leysi þá sem féllu
1 minni brot, en „hórdómsmenn að þriðju barneign, mannslagarar, morðingjar,
meinsærismenn og þeir er spilla frændsemi fyrir innan þriðja lið" skulu koma
a fund biskups til aflausnar segir Guðbrandur. Hann styðst þar við reglur dýrl-
mgsins, „þá skal biskup skrift skepja" segir heilagur Þorlákur um þessa brota-
menn. Þannig lifa gömul kaþólsk viðhorf bæði hjá íslensku lúthersku kirkj-
unni og valdamiklum veraldlegum yfirvöldum á síðari öldum. Einnig hér
hefði höfundur getað gluggað sér að gagni í skriftaboð Þorláks.
Fengur er að undirköflum um ítrekun Stóradóms árið 1585, afnám kirkju-
fliðar árið 1587 og sættir leikra og lærðra um dauðarefsingu samkvæmt Stóra-
dómi undir aldamótin 1600. Þeir skýra og skerpa myndina af sögulegu ferli
Sem alls ekki var nógu ljóst af rannsóknum fyrri fræðimanna.
Athyglisverðar og raunar stórfróðlegar eru samantektir höfundar um dauða-
dóma eftir Stóradómi. Sérstaklega skal bent á undirkafla í 5. kafla sem nefn-
lst „Hlýðni við Stóradóm" (bls. 145 og áfram). Þar er í fyrstu bent á heimildir
sem sýna að samskipti og hegðun manna var stundum mótuð af réttarhug-
m>'ndum Stóradóms um 17 forboðnar konur, þó svo að ekki kæmi til dóms
yflr þeim. En sérlega athyglisverðar eru þrjár töflur á bls. 148-50. Að baki
þeim liggur mikil vinna með erfiðar heimildir. Þessar töflur gefa nokkra
Augmynd um stærð og umfang tiltekinna þátta í íslensku samfélagslífi um
Uokkurra alda skeið. Mikill fengur er í þessu efni. Höfundur fer sér hins
Vegar hægt í að túlka niðurstöður þær sem töflurnar sýna. Það er að sumu leyti
lofsvert að vera varkár, en einhvern veginn virðist sem lesandinn eigi inni hjá
fl'flusmiðnum túlkanir og ábendingar. Koma t.d. fram einhver staðbundin eða
flmabundin einkenni í efninu sem fara fram hjá þeim sem skoðar töflurnar?
Aður var drepið á vandaða framsetningu höfundar í sjötta kafla um for-
Sendur dauðadóma. Þar nýtur sín einnig hin mikla þekking á heimildaefninu
Sem höfundur hefur gert sér far um að kanna til hlítar.
Sjöundi kafli ritsins ber enn vitni um mikla heimildavinnu. Þar er annáll
(bls. 197_99) yfir rúmlega 20 konur og tæplega 20 karla sem nokkurn veginn
uruggar heimildir eru fyrir að tekin hafi verið af lífi fyrir blóðskömm á 17. öld.
'sað er til heimilda í hverju tilviki. Með þessari heimildavinnu reiðir höfund-
m fram efnislegan grundvöll fyrir frekari rannsóknir og umræðu. Þessi um-
jollun er meðal þess sem gerir verkið að mikilvægum rannsóknaráfanga í
Sngu íslendinga.
Fimmti kafli ritsins nefnist Dauðamál, en í honum gerir höfundur grein
yrir athugunum og útleggingum siðskiptamanna á Biblíunni sem réttarheim-
1 , Mer eru nefndir til sögunnar Mnrteinn Lúther, Andrés Osiander, Melankton,
etur Palladíus, Níels Hemmingsen, séra Þórður Jónsson í Hítardal og Guðmund-
Ur Andrésson. Allt er þetta næsta fróðlegt og upplýsir bæði um vilja til breyt-
lnga og erfiðleika við að finna viðunandi lausnir. Athuganir þessara mætu
manna höfðu þó ekki áhrif á íslenskt réttarfar meðan Stóridómur var í fullu
S'ldi. Umfjöllunin er liðug og vitnar um kunnáttu og lærdóm.
Höfundur getur þess að ef til vill kunni mönnum að þykja ýmislegt skop-
gt í hugleiðingum fyrri tíðar manna um forboðna liði. Engu að síður var