Saga - 1994, Síða 259
RITFREGNIR
257
Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson (rit-
stjórar): ÍSLENSK ÞJÓÐFÉLAGSÞRÓUN 1880-1990. RIT-
GERÐIR. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands/Sagnfræði-
stofnun Háskóla íslands. Reykjavík 1993. 452 bls. Töflur,
línurit, skýringarmyndir.
Gerð þessarar bókar er samstarfsverkefni tveggja rannsóknarstofnana Háskól-
ar>s, tilraun til þess að tengja saman fræðimennsku úr ólíkum áttum þannig að
hvað njóti annars. Það er fljótsagt að tilraunin hefur í aðalatriðum sannað gildi
s>tt, kannski vegna þess að höfundarnir, bæði sagnfræðingar og félagsvísinda-
ntenn, eru „þverfaglega" innstilltir, kunna að nýta sjónarhorn og hugmyndir
Ur ólíkum rannsóknarhefðum.
I bókinni eru níu ritgerðir eftir átta höfunda, sagnfræðinga, hagsögufræð-
lng, félagsfræðing og stjórnmálafræðinga. Hér verður þess ekki svo mjög freist-
tð að hafa vit fyrir höfundunum á sérsviðum þeirra, en fremur hugað að efnis-
tókum þeirra, svo og efnisvali og útgerð verksins í heild.
Kjarni þessa ritverks er yfirlit um þróun á fjórum sviðum þjóðlífs, tveimur
v'ðum og tveimur þrengri. Þrengri sviðin eru fólksfjölda- og byggðaþróuu, sem
Gísli Ágúst Gunnlaugsson fjallar um, og þróitu velferðarrtkisins í umfjöllun
Stefáns Ólafssonar. Hvor greinin er röskar 30 síður, knappt yfirlit um efni
sem höfundur hefur fjallað um að verulegu leyti áður.
Grein Gísla Ágústs er sérlega vel heppnað dæmi um hvað hægt er að gera í
stuttu yfirliti. Hann kemur á framfæri miklum upplýsingum, hæfilega sund-
udiðuðum í talnaskrám og myndritum, gefur upplýsandi skýringar á mörg-
um helstu breytingum, tengir þær við bakgrunn almennra kenninga um
h'lksfjolda og setur um leið í samhengi sumt af því sem nú er helst í deigl-
unni í ritum fræðimanna um íslenska fólksfjöldasögu. Gísli Ágúst fjallar um
a"t tímabilið 1880-1990 (jafnvel forsögu þess að nokkru), en rækilegar um
ym hluta þess eins og kannski má vænta af sagnfræðingi.
Þar er Stefáni Ólafssyni öfugt farið, eins og kannski má vænta af félags-
r*ðingi. Upphaf og mótun almannatrygginga rekur hann sem samfellu, bæði
a Islandi og almennt á Vesturlöndum, og er það prýðilegt efni. En um önnur
Velferðarsvið, svo sem heilbrigðismál og menntun, er einungis fjallað í samtím-
anum og með þeirri aðferð að bera útgjöld til þeirra saman við útgjöld í öðrum
undum. Að vísu eru Iíka raktar tölur aftur í tímann um þróun ríkisútgjalda
6 ,a °pinberra útgjalda, en þær eru hvergi svo sundurliðaðar að gott samband
naist við velferðarmálin. Stefán getur t.d. bent á mikla aukningu opinberra
uigjalda „eftir að lögin um alþýðutryggingar höfðu tekið gildi", en lesandi fær
k kert hugboð um umfang trygginganna sjálfra; útgjaldaaukinn virðist sam-
að*mt *Inurltl iremur fara til atvinnumála (=samgöngumála?). E.t.v. má segja
‘efni Stefáns sé „grynnra unnið" en hjá Gísla Ágústi, en þó hlýtur að teljast
a því verulegur fengur.
Hjá Magnúsi S. Magnússyni, sem ritar um efnahagsþróun á íslandi 1880-
V er úrvinnslan allt annað en „grunn", því að hann fyllir röskar 100 blað-
SAGA