Saga - 1994, Síða 260
258
RITFREGNIR
síður af efnismiklu yfirliti um hagvöxt og forsendur hans, þróun atvinnuvega,
hagstjórn í landinu og megineinkenni hvers tímabils í hagsögunni. Magnús
byggir mjög á hagskýrslum, forðast þó víðast hvar hrátt talnaflóð og nýtir jafn-
framt fjölda annarra heimilda. Hann skipar upplýsingunum í samhengi, teng-
ir og túlkar, og virðist túlkun hans mjög í samræmi við ríkjandi sjónarmið hag-
sýslufólks. Ritgerðin er vissulega æði löng og enginn skemmtilestur, en lengd-
in stafar af efnismagni og ekki málalengingum. Auðvitað hefði verið hægt að
skrifa styttra mál með minni upplýsingum, en rækilegt yfirlit á borð við þetta
hefur Iíka lengi skort (lcelami 1986 og íslcnskur söguntlas komast næst því að
mæta sömu þörfum, en ekki í heildstæðu yfirliti) og það á eftir að reynast
mjög gagnlegt.
Hér eru ekki tök á að rýna einstök atriði í grein Magnúsar, en aðeins skal
drepið á tvennt: hagvöxt og landbúnað. Mér kemur svolítið á óvart hve fyrir-
varalaust Magnús notar hagvaxtartölur allt frá aldamótum (sem hljóta að
vera unnar úr mjög ónógu talnaefni) og hve hiklaust hann gerir þær að mæli-
kvarða á efnahagslegan árangur; ég held að skekkjurnar í þeim mælikvarða
séu því alvarlegri sem lengra tímabil er undir. Hins vegar er rétt að benda a
mjög vandað yfirlit um landbúnaðinn, þar sem m.a. kemur fram öfgalaus skiln-
ingur höfundar á mikilvægi framfara í þessari fjölmennustu atvinnugrein
landsins á fyrri hluta aldarinnar. (Þó að hann hefði ekki átt að láta stuðlana
freista sín til að tala um rányrkju og rxktuu sem andstæður; nýting villtrar
náttúru þarf ekki að fela í sér rányrkju, hvorki til Iands né sjávar, en með
ógætilegri ræktun hafa menn víða rányrkt jarðveg og umhverfisgæði.)
Hitt „stóra" sviðið, sem fjallaö er um í bókinni, er stjórnmálin. Þar spannar
yfirlitið að vísu aðeins tímann frá aldamótum (eða kannski frá heimastjórn,
myndin er máluð svo breiðum dráttum að það kemur eiginlega ekki fram), og
skipta tveir stjórnmálafræðingar því á milli sín: Gunnar Helgi Kristinsson
(„Valáakcrfið frmn til Viðreisnar") og Svanur Kristjánsson („Stjórnmálnflokkar,
ríkisvald og samfélag 1959-1990"). Yfirlit þeirra er nokkru styttra en Magnúsar,
enda styttra tímabil undir og miklu minni áhersla lögð á að rniðla miklum
staðreyndafróðleik. Hvorugur höfundurinn setur sér að rekja stjórnmálasögu 1
neinu heildaryfirliti, enda hefur það víða verið gert og þörfin því minni en •
hagsögunni. Hins vegar túlka þeir söguna, bera við hana ákveðin hugtök ur
fræðum sínum, eiga það jafnvel til að finna viðfangsefni sitt sárlega léttvægt a
vog þessara hugtaka. Einkum er Svanur dómgjarn þegar nálgast nútímann-
Innlifuö hneykslun hans kryddar ritgerðina, en stundum jaðrar við að útlistun
þoki fyrir reiðilestri: „Við eigum að gera þá kröfu til stjórnmálaflokka, að - _
ritgerð Gunnars Helga hygg ég það komi ýmsum á óvart hve mikið hann gorir
úr veikleika framkvæmdavaldsins og ofurveldi Alþingis. Þarna býst ég viö a
hann hafi lög að mæla, a.m.k. út frá samanburði við önnur lönd, en það stingur
skemmtilega í stúf við algengt stef í pólitískri umræðu. En um ritgeröimar báð-
ar má fullyrða að þær munu reynast sagnfræðingum gagnlegar: ritaðar a
glöggri sögulegri þekkingu, en af fræðilegum sjónarhóli sem dregur fram
aðra hluti en okkur er tamast að gera.
Þá hefur því verið lýst sem ég tel meginefni bókarinnar, og er það í hei
vel heppnað og hið þarfasta. Auðvitað má benda á önnur svið þjóðfélagsþroun