Saga - 1994, Page 262
260
RITFREGNIR
haflega var ætlað. Efnið er því ekki allt nýsamið. Ekki verður séð að það koiru
verulega að sök. Þó er sumt af talnaefninu, einkum erlendu samanburðarefni,
komið nokkuð til ára sinna og nær ekki til 1990. (Einna lakast er þetta í töflu
um búsetu íslendinga eftir landshlutum sem nær aðeins til 1982, tekin eftir
heimild frá 1986.) Nýjustu fræðirit hafa ekki heldur alls staðar nýst að fullu;
t.d. myndi Magnús S. Magnússon varla rita núna um „stjórnun efnahags-
mála'' án þess að styðjast við doktorsritgerð Guðmundar Jónssonar.
Ritgerðasafn þetta ber ekki vott um þunga hönd ritstjórnar. T.d. eru ekki
samræmd formsatriði á borð við tölusetningu kafla eða hvort myndrit er titlað
„Línurit n", „Mynd n" eða „Skýringarmynd n". Snið tilvísana er hins vegar aö
mestu samræmt: neðanmáls með fullum færslum, og að bókarlokum fylgir
sameiginleg heimildaskrá; í hana vantar þó fáein rit sem einungis eru tilfærð
sem heimildir að töflum eða myndritum. Aðrar skrár eru ekki, né heldur ágrip
á ensku, enda tíðkast það ekki endilega í ritum sem þessu. Þó er í rauninm
mjög æskilegt, þegar birt er safn ritgerða um tengd efni, að því fylgi a.m.k-
örstutt atriðisorðaskrá, einkum til að finna umfjöllun um meginefni (eins og
„þéttbýlismyndun", „haftakerfi", „bændastétt" o.þ.h.) sem e.t.v. ber á góma 1
fleiri en einni ritgerð. Af sömu sökum er æskilegt að millivísanir séu skýrar
milli ritgerða, en því er ekki að heilsa hér; einstaka höfundar vísa til umfjöll-
unar í öðrum ritgerðum bókarinnar, en þá án þess að tilgreint sé blaðsíðutal.
Auk ritstjóra tveggja er tilgreindur handritalesari og tveir prófarkalesarar.
Yfirlestur virðist þó ekki vera mjög strangur. Málfarshnökrar eru nokkuð al-
gengir. (Dæmi: „Voru Islendingar ... fleiri en nokkru sinni ..., svo vitað er uffl
með vissu." „Tockueville rak þróun lýðræðisins til ...breytinga ..." „... sjávar-
afurðir ... var u.þ.b. 56% [útflutningsverðmætis] ..." „Eðli fólksfækkunarinnar
...var helst sú ..." „Til að draga skýr mörk ... krefst... rannsókna ..." „Krepparl
stafaði ekki af því að ... heldur vegna hins að ..." Einn höfundur kemst líka
upp með þá sérvisku að kalla efnishyggjuna efnahyggju.) Sýnilegar prentvill'
ur eru ekki mjög margar og þó auðfundin dæmi um þær.
Kápa bókarinnar, sem er kilja, er snotur og prýdd litmynd, en hið innra er
bókin íburðarlaus. Umbrotið er einfalt og ekki mjög fyrir augað (sjá þó snyrh'
lega uppsetningu á töflum), og ekki alltaf hirt um prenttákn eins og - (fyrir
% eða %o; þetta eru líka aukaatriði. Bókin er hins vegar prýdd tugum mynda,
sem allt eru línurit eða súlurit í ýmsum útfærslum. Þau eru tölvuunnin, vaent-
anlega prentuð beint út úr tölfræðiforritum höfundanna. (Mikil blessuð bylt'
ing er það annars fyrir hagsögumenn að geta án tilkostnaðar matreitt talnaefn1
sitt á myndrænan hátt.) Yfirleitt er vel frá myndritunum gengið. Það er þo
vandamál, þegar línurit sýnir mörg árleg gildi fyrir 80-100 ára tímabil, a
geta ekki gefið því meira pláss en nemur línulengd í bókinni. A bls. 1-
þrengja skýringar óþarflega mikið að línuritum, og á bls. 88 eru valin of gr0
tákn til að ná hinum afskaplega þéttu gildum.
Hvort sem tölur eru settar fram í myndritum, töflum eða samfelldu máh er
alltaf hætt við að sérfræðingarnir vanmeti þarfir lesenda fyrir útskýringar °8
nákvæmar skilgreiningar. Þar þurfa ritstjórar að standa vörð fyrir lesendanna
hönd. Ég hnaut um nokkur atriði, sum greinilega gölluð, önnur sem ég er
kannski að tortryggja að ósekju, og skal hér nefna örfá: