Saga - 1994, Page 264
262
RITFREGNIR
leysti úr brýnni þörf fyrir yfirlitsrit um íslensk efnahagsmál. Með ritinu Hag-
lýsing íslands hefur Sigurður Snævarr tekist á hendur að sameina í einni bók
lýsingu á hagkerfi Islendinga, rakið meginþróun þess gegnum söguna, veitt
innsýn í tölulegar heimildir og sett fjölmarga þætti á fræðilegan bás. Rit
Sigurðar er því samtvinnun hagfræði, tölfræði og hagsögu. Enda þótt rit Ólafs
og Sigurðar séu um margt ólík hvað efnistök varðar er áberandi hvað báðum
höfundum er sagan hugleikin sem aðferð til að skoða samtímann.
Haglýsing íslands er mikil bók að vöxtum, alls 505 blaðsíður. Hún skiptist 1
15 kafla auk formála, heimildaskrár og atriðisorðaskrár sem mikill fengur er
að. Þrátt fyrir mikinn texta og umfjöllun um ótal efnisþætti eru auk þess i
bókinni 111 töflur og yfir 140 skýringarmyndir sem gera bókina og efm
hennar aðgengilegra fyrir vikið. Það hefur því verið ærinn starfi á undanförn-
um árum að setja þessa bók saman, ekki síst þegar haft er í huga að höfundur
er stundakennari við Háskóla íslands en hefur fastan starfa við Þjóðhagsstofn-
un. Eins og höfundur greinir frá í formála má rekja tilurð bókarinnar til fynr'
lestra hans í íslenskri haglýsingu í viðskiptafræðideild Háskólans. Bókin er
því fyrst og fremst hugsuð til kennslu, en að mínu mati á hún tvímælalaust
erindi til miklu víðtækari lesendahóps. Þeir sem vilja auka skilning sinn á Is-
landssögu 20. aldar ættu ekki að láta Haglýsingu Islands fram hjá sér fara, en
megináherslan er þó lögð á Iýsingu samtímans í efnahagslegu ljósi. Það er
ekki síst skilningur manna á liðnum atburðum sem skerpir skilning þeirra a
samtímanum og leitast bókarhöfundur við að skýra samtímann á þann hátt að
gera sögulegum skýringum og hagfræðilegum skýringum jafnhátt undú
höfði. Af lestri bókarinnar má skilja að höfundi þykir greiningartækni hag-
fræðinnar ekki nægilega öflug til að skýra samtíma efnahagsmál og hagþroun
eldri tímaskeiða og hann grípi þar af leiðandi til sögulegra og hagsögulegra
skýringa til að bæta í eyðurnar. Bókin er því einkar athyglisverð blanda ólíkra
fræðigreina. Hér á eftir mun ég einkum takmarka mig við sögulega umfjöllu11
bókarinnar þó ekki væri nema vegna þess hve umfangsmikil hún er, en vona
samt að riti Sigurðar sé sýnt lágmarksréttlæti að öðru Ieyti.
Kaflarnir 15 í bókinni skiptast í yfir 200 undirkafla ef allt er talið með. Því
hefði efnisyfirlitið mátt vera nokkru ítarlegra, en atriðisorðaskráin aftast í bók-
inni er þó hjálpleg. Ég mun hér á eftir rekja efni bókarinnar í fáeinum línum
og verður því stiklað á stóru. Kaflarnir hefjast yfirleitt á sögulegum inngang1
og er því ekki nauðsynlegt að lesa bókina frá byrjun til að kynna sér efni ein-
stakra kafla. Bókin er því öðrum þræði samin eins og handbók sem glugS3
má í eftir þörfum hvers og eins. Kaflarnir í bók Sigurðar beinast að tilteknum
málaflokkum nema fyrsti kafli, en hann er 80 blaðsíðna yfirlit yfir hagþróm1
íslendinga frá fyrstu tíð til okkar daga. Eykst umfang og þungi frásagnarinn
ar eftir því sem nær dregur í tímanum. Undirkaflarnir fjalla um gamla bænda
samfélagið, umbreytinguna um síðustu aldamót, hagþróun 1901-40, hagvöxt
eftirstríðsáranna, hagþróun og efnahagsstefnu eftirstríðsáranna og lýkur me
vangaveltum um efnahagsstjórn á íslandi síðustu árin. Hæglega má lesa
þennan kafla sem sjálfstæðan þátt í bókinni, en víða finnast þó fróðlegir þætm
um ýmis málefni, atvinnugreinar, peningamál og fleira. Söguleg umfjöHu11
Sigurðar byggist einkum á rannsóknum fræðimanna um íslenska sögu °S