Saga - 1994, Page 266
264
RITFREGNIR
efnahagsmála hérlendis í efnahagslegu og stjórnmálalegu samhengi. Um sér-
einkenni íslensks hagvaxtar er fjallað út frá þýðingarmiklu hlutverki fiskimið-
anna sem náttúruauðlindar, þætti utanríkisverslunar íslendinga í að afla gjald-
eyris, og mikilvægi gengismála til að hafa áhrif á tekjuskiptinguna og skipt-
ingu framleiðslunnar meðal landsmanna. Sigurður telur að hér á landi hafi
aldrei ríkt óheft markaðshyggja svo neinu nemi, en um og eftir 1930 til ársins
1960 ríktu meiri höft í íslenskum þjóðarbúskap en á nokkru öðru tímabili-
Umfjöllun Sigurðar um þau ár er um margt fróðleg og má segja að í hnotskurn
hafi höfuðsynd stjórnvalda þessara ára falist í að skrá gengi krónunnar allt of
hátt og þar með hafi verið þrengt að útflutningsatvinnuvegunum og sjávar-
útveginum haldið í langvarandi spennitreyju. Iðnaður takmarkaðist við innan-
landsmarkaðinn, enda sá hágengistefnan um að gera iðnaðarvörur ósamkeppn-
ishæfar á erlendum mörkuðum. A tímabili eftir seinni heimsstyrjöldina var
gengisskráning krónunnar glórulaus og byggðist þá upp umfangsmikið hafta-
og millifærslukerfi í ýmsum útgáfum til að halda sjávarútveginum gangandi
allt þar til viðreisnarstjórnin tók að vinda ofan af vitleysunni. Sigurður fjallar
um þessa þróun á skilmerkilegan hátt. Þá er ekki síður fróðlegt að lesa útlistun
höfundar á samspili gengisstefnunnar, verðbólgunnar og eflingar útflutn-
ingsframleiðslu sjávarútvegsins. Síðar í bókinni tekur Sigurður aftur upp þráð-
inn í þætti um „ákvörðun gengis" (bls. 381-83). Á eftirstríðsárunum var verka-
lýðshreyfingin lengst af í sterkri stöðu á vinnumarkaðnum og kaupmáttur
launa jókst verulega. Sum árin, þegar vel veiddist, höfðu íslendingar efni á að
halda uppi háu gengi krónunnar, slaka á efnahagslegu aðhaldi og lifa flott, en
þegar harðnaði á dalnum var gripið til stórkarlalegra aðgerða eins og gengis-
fellinga og stýfingar á verðbótum launa svo dæmi sé tekið. Þegar á heildina er
litið voru árin 1953-81 einstakt góðærisskeið sem hefði mátt nýta betur til efna-
hagslegrar uppbyggingar en raun ber vitni. Efnahagsstjórnun var yfirleitt
slök, raunvextir oftast neikvæðir og fjárfestingar úr tengslum við meginreglur
arðsemisútreikninga. Þá er höfundur þeirrar skoðunar að íslendingar hafi alh
of seint snúið sér að fiskvernd í stað rányrkju og bendir í því sambandi á að a
seinni hluta 8. áratugarins og á 9. áratugnum hafi þeir í raun gengið svo a
auðlindir þjóðarinnar að hagvöxtur þess tímabils samkvæmt þjóðhagsreikn-
ingum sé stórlega ýktur. Eftir 1983 hefur hagkerfið einkennst af breytingum a
efnahagsumhverfinu þar sem margar af skekkjum fortíðarinnar hafi verK
færðar til betri vegar og þannig stuðlað að forsendum fyrir betra efnahagsleg11
jafnvægi en nokkru sinni fyrr.
í köflum 2-14 er víða vikið að atvinnuþróun og efnahagsmálum í sögulegu
samhengi. Er fjallað um þróun mannfjölda og mannafla í 2. kafla og nátturu-
auðlindir í 3. kafla. Kaflar 4-7 fjalla um helstu atvinnuvegi landsmanna,
vinnuskiptinguna í heild, sjávarútveginn, landbúnaðinn og iðnaðinn og er þar
komið inn á mjög mörg fróðleg atriði. Má m.a. benda á fróðlega samantekt um
atvinnustefnuna eftir seinni heimsstyrjöld á bls. 149-55 þar sem höfundur
færir rök fyrir því að hátt gengi krónunnar hafi skaðað landsbyggðina, en e
verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er grundvallarspurning/ °S
ef satt er sýnir þetta skýrt hve byggðastefna fyrri ára hvílir á veikum grun
velli ef Iandsmálin eru ekki skoðuð frá víðari sjónarhóli en byggðapólitíkusar