Saga - 1994, Page 267
RITFREGNIR
265
eygja. Þá vil ég benda á stórmikinn fróðleik í 5. kafla um sjávarútveginn án
þess að það verði rakið hér. Sérstaklega vil ég hvetja lesendur til að Iesa af at-
hygli þann hluta kaflans sem fjallar um afkomu sjávarútvegs sem m.a. lýsir
sjóðakerfi sjávarútvegsins í sögulegu samhengi (bls. 175-81). í 7. kafla leiðir
höfundur getum að því að „markviss verndarstefna" hefði getað flýtt fyrir iðn-
þróun hér á landi á millistríðsárunum. Þetta er athyglisverð skoðun og stingur
oneitanlega í stúf við annars frjálslyndan boðskap bókarinnar (bls. 224). Kafl-
ar 8-11 fjalla um tekjuskiptinguna, vinnumarkaðinn, þjóðarútgjöldin (aðallega
neyslu og fjárfestingu) og búskap hins opinbera. Vil ég einkum benda á fróð-
lega samantekt um vinnumarkaðinn (kafli 9). Kafli 12 geymir ítarlega umfjöll-
Ur> um utanríkisviðskipti Islendinga, þ.m.t. fróðlega samantekt um mikilvægi
þeirra fyrir afkomu landsmanna allt frá 1860. Gengismál fá þar mikla umfjöll-
un og lesa má ágrip af skuldasögu landsmanna. Kaflar 13 og 14 fjalla um
Peningamál og verðbólgu, en 15. kafli er yfirlit um þjóðhagsreikningagerð
hjóðhagsstofnunar og stingur sá kafli að því leyti nokkuð í stúf við annað í
bókinni að hann er algjörlega laus við þá sögulegu nálgun sem Sigurði er svo
tamt að beita í öðrum köflum. Verður lokakaflinn því bragðlaus miðað við aðra
kafla bókarinnar og á síst erindi í hana. Þjóðhagsreikningakaflanum hefði bet-
ur mátt koma fyrir sem viðauka í lok bókarinnar. Þá vil ég benda á kafla 13
um peningamál, en hann kom mér einna mest á óvart í bók Sigurðar fyrir yf-
lrgripsmikla umfjöllun um annars lítið rannsakaðan þátt íslenskrar hagsögu.
hr þar komið inn á þætti eins og breytta gjaldmiðla í íslenskri hagþróun fyrri
alda, vöruviðskipti og mikilvæga stöðu kaupmanna á 19. öld, sauðagullið,
hankasöguna, vaxtastefnuna gegnum tíðina og tengsl hennar við stjórnun efna-
hagsmála, og endað er á fróðlegri samantekt um þróun peningamála og for-
sendur bættrar stjórnunar í þeim efnum. í kafla 14 er ítarleg lýsing á þróun
Verðbólgunnar frá 1914 til okkar tíma og skiptist sú umfjöllun í alls 13 tíma-
bil.
Ég vil benda á nokkur atriði í bókinni sem betur mættu fara. Myndræn
framsetning gegnir miklu hlutverki í bókinni og er hér í fullu gildi orðtakið að
ein mynd segir oft meira en þúsund orð. Myndirnar eru flestar vel útfærðar
°g byggjast g ákveðinni festu í framsetningu. Þær eru yfirleitt einfaldar og
ehki ofhlaðnar boðskap eins og gjarnan vill gerast á tölvuöld. Þó er að sjá sem
rr'yndgerðin hafi víða ekki nægilega gott samband við texta bókarinnar. Sums
staðar víkja myndirnar frá talnaefni bókarinnar (t.d. á bls. 244 borið saman við
töflu á næstu síðu), annars staðar hefur orðið handvömm í frágangi (t.d. á bls.
31 varðandi ríkið eftir 1980). Á bls. 232 er sagt að 50% fyrirtækja í iðnaði hafi
aft tvo eða færri starfsmenn árið 1990 og er í því sambandi vísað á mynd 7 á
n*stu síðu málinu til stuðnings. Þar eru eingöngu fjöldatölur, en ættu að vera
rúfallstölur. Á mynd 3 á bls. 28 sýnir botnfiskafli vísitöluna 100 árið 1945,
en samanburðarlínurit fyrir landsframleiðslu fylgir greinilega öðrum leikregl-
Urn- Þá er við sumar myndanna getið heimilda, en við aðrar ekki. Engin skrá er
r >r myndirnar í bókinni auk þess sem númer þeirra mættu vera markvissari.
ara hefði mátt þá leið að gefa myndunum raðnúmer frá fyrstu til síðustu mynd-
r; e^a beita sama kerfi og kaflarnir sýna og auðkenna myndirnar með kafla-
nnmerum. Þá er að finna ýmsar fljótfærnisvillur og hraðsoðin skrif sem hefði