Saga - 1994, Page 280
278
RITFREGNIR
mandy" (126). Ennfremur segir hún, „Rígr Konr ungr introduces the modern
image of Christ-centered kingship ..." (127).
Hirðskáldin sem Bjarne Fidjestol segir frá hafa verið líkleg til að blanda
saman heiðnum og kristnum hugmyndum þegar þau fóru á milli hirða á Norð-
urlöndum og Bretlandseyjum og írlandi, einhver þeirra kunna að hafa ort
umrædd eddukvæði.
Else Roesdahl á greinina „Pagan beliefs, christian impact and archaeology "
a Danish view". Það tíðkaðist að leggja hross í kuml á íslandi sem víðar með
reiðtygjum og vopnum ofl.; þetta kallar hún „clearly upper-class graves" (bls-
131). Hún spyr hvort fastmótaðir grafsiðir af þessu tagi, eins og tíðkuðust her-
lendis, sýni „the idea that dead heroes go to Odin's Valhalla". Þá segir hún
frá höfðingjasetrinu Borg á Vogey í Lófót frá um 890 eða svo; þar hefur nýlega
verið grafin upp 83 m löng bygging. Einn hluti húsanna er 14 m langur og
benda fundir til að þar hafi farið fram trúarathafnir. Hér er etv. fundið hof? Þa
drepur hún á að fornleifafræðingum hafi reynst örðugt að sýna tengsl millj
kirkna og hofa, leifar hofa undir kirkjum, en núna séu viðhorf breytt eftir að
ljóst er orðið að dönsk þorp voru flutt til vegna búnaðarhátta og jafnvel kirkjur
með. Skortur tengsla segir því ekkert, leifar hofa kunna vel að leynast í jörðu.
Peter Foote á síðustu greinina í þessum öðrum flokki, hún nefnist „Historica
studies, conversion moment and conversion period". Hann beinir athygh a
mótunarskeiði kristni og finnst sagnfræðingar hafa vanrækt að varpa ljosi a
það hvernig kristnar hugmyndir og kristnir siðir festu rætur og hvernig var
háttað sambúð kristni og heiðni á þessu mótunarskeiði. Honum finnst þetta t ■
vanrækt í miðaldakafla l lelles í umgetinni bók og yfirleitt tök kirkjunnar a
miðaldafólki í sagnfræðiverkum almennt. Þetta er vafalaust rétt, íslenskir sagu
fræðingar hafa líka sniðgengið innra starf kirkjunnar á miðöldum og ma ve
vera að þessi vanræksla eigi rætur í andúð á kirkjunni, eins og Pétur telur og
segir að sé arfur frá skynsemistrú á 18. öld og frjálshyggju á 19. öld. Mönnum
gleymist, segir hann, að hið mikla starf kirkjunnar snerist um að bjarga sálum-
Hann ráðleggur sagnfræðingum að kanna betur kirkjulög og líka að átta sig ‘
betur á Kristnisögu Sturlu Þórðarsonar, hvað honum gekk til með skrifum sm
um og hvers konar „sannleik" hann ber á borð. Allt eru þetta þarfar ábending
ar og ég held að fámennt lið íslenskra miðaldasagnfræðinga viti upp a sl8
skömmina en menn hafa einhvern veginn verið að sinna öðru. Þetta sten
nú vonandi til bóta þar sem Gunnar F. Guðmundsson og Hjalti Hugason eru
að semja miðaldakaflann í kristnisögu Islands. , .
Þá er komið að þriðja kafla og þar á R. 1. Page fyrstu greinina og er um rúnII_
Honum finnst sagnfræðingar sem rita um víkingatímann vanrækja vitnisu
rúna. Sænskar rúnaristur bjóða td. upp á vitnisburði um eignarhald á lana e
arf og er það ekki alveg ókunnugt þeim sem lesið hafa doktorsritgerð Svein^
bjarnar Rafnssonar. Hitt kann að vera rétt að sagnfræðingum hrjósi hugur
að nota oft afar óvissar niðurstöður rúnafræðinga um það sem fram kemur
áletrunum. Fróðlegt er að sjá að Page telur að Aslak Liestel hafi að ýnisu eL_
ofmetið vinisburð rúnanna sem fundust eftir brunann á Bryggjunni í Bjorg ^
og notaðar voru í daglegum samskiptum. Þær eru frá því eftir víkingao ^
vitna ekki endilega um almenna rúnaþekkingu og þar með almennt læsi a