Saga - 1994, Page 281
RITFREGNIR
279
ir á tímum víkinga, segir Page. Miklar rannsóknir í Jórvík og Dyflinni bendi
ekki til að sú spá Liestols ætli að rætast að álíka rúnafundir og í Björgvin verði
gerðir í bæjum víkinga.
Iuditli Jesch lítur á vitnisburð dróttkvæða um merkingu orðanna drengur og
þegn og ber saman við ritaðar enskar heimildir og rúnir. Hún kemst að þeirri
niðurstöðu að merkingin sé ólík í rúnum og dróttkvæðum en kann ekki að
skýra það.
Björn Myhre boðar merk tíðindi í sinni grein, „The beginning of the Viking
age - some current archaeological problems". Niðurstaða hans er sú að það sé
skilgreiningaratriði hvenær víkingaöld hófst, vel megi halda fram með rétti að
hún hafi byrjað um 700 fremur en um 800. Rökin fyrir þessu eru ýmsar nýjar
uPPgötvanir og nýjar tímasetningar í fornleifafræði og inn í þetta dregur hann
®a. rannsóknir Margrétar Hermanns-Auðardóttur um „landnám fyrir land-
nám" en kannast við að greining geislakols á íslandi sé háð óvissu.
Reyndar er það gömul kenning Bröggers að Noregsmenn hafi numið á Orkn-
eyjum, Hjaltlandi og Suðureyjum alllöngu fyrir 800. Hafi verið siglt reglulega
milli Noregs og Bretlandseyja (Vesturhafseyja) þegar fyrir 800, er ekki ólík-
'egt að einhverja hafi hrakiö til íslands en þaö jafngildir ekki landnámi. Og
muna má Dicuilus sem segir Túle alltaf óbyggða um 800, „semper deserta .
Nýja hugmyndin er sú að norrænir menn hafi ekki rænt fyrst og síðan tekið
að versla þegar frá leið heldur verslað alllengi vestan hafs áður en eiginlegur
°friður hófst með árásinni á Lindisfarne árið 793. Myhre giskar á að viðskipta-
ferðir Noregsmanna vestur um haf hafi veriö örvandi fyrir myndun hofðing-
d*ma í Vestur-Noregi, stjórnskipan þeirra hafi hins vegar verið tengd ákvet -
iuni heiðinni hugmyndafræði og andúð á kristni. Þetta var hugmyndafræði rað-
andi afla í Noregi og þau hafi valdið árásum á klaustur og jafnframt agirnd a
‘fýrgripum þeirra. Vaknar sú spurning hvort landnemar Islands hafi kanns í
Venð hálfkristnir afkomendur þeirra Noregsmanna sem settust snemma aö a
vesturhafseyjum (á 8. öld?) og þoldu ekki yfirgang og afskipti heiðinna hofð-
ln8ja í Noregi sem voru ofstækisfullir í trú sinni. Allt er þetta nokkuð a til-
gatustigi en áleitið íhugunarefni.
Loks ætla ég að spyrða saman geinar þeirra Gunnars, Vésteins og I re ens.
^rein Gunnars nefnist „A century of research on early Icelandic society . unn,
*r segist hafa verið beðinn um að semja „sweepingly authoritative review"
(b's. 23). Hann telur að verið hafi stöðnun í rannsóknum á sögu þjóðveldisins i
bálfa öld, frá þriðja áratugnum og fram á hinn áttunda. Helstu ástæðuna telur
hann vera bókfestukenninguna, forkólfar hennar hafi dæmt Islendingasögur
Ur leik sem heimildir og félagssaga hafi verið vanrækt. En núna er að rofa til
ab mati Gunnars, erlendir fræðimenn, mótaðir af mannfræði, hafa vísað veginn
^eð því að tengja íslendingasögur við samfélagið sem þær voru sprottnar úr
u8 fá niðurstöður úr þessum samanburði staðfestan með því að bera saman við
°nr>ur sambærileg samfélög.
Þeir Vésteinn og Preben skrifa báðir um íslendingasögur, lýsa þeim sem bók-
J^enntaverkum en nefna þó hina nýju aðferð, sem kenna má við mannfræði, að
ata þær vitna um kerfi eða gangverk samfélagsins, félagsleg mynstur og stofn-
anir- Báðir nefna þeir William lan Miller sem frunnkvöðul á þessu sviði; Vé-