Saga - 1994, Page 286
284
RITFREGNIR
Heiðreks sem vitnisburð um hvað menn voru að hugsa um erfðir á íslandi á 13.
öld. Raunar hef ég ekki trú á að saga af hennar tagi komi að miklu gagni sem
söguleg heimild, ekki fremur en saga Fróðárundra. Varla er nokkur leið að sja
tengsl sögunnar við veruleika ritunartímans nema að því leyti sem maður
þekkir þann veruleika úr öðrum heimildum sem unnt er að túlka á ótvíræðan
hátt. En Torfi snertir hér lítt kannað og forvitnilegt efni: hvað höfundar forn-
aldarsagna meintu með sögum sínum.
Íslensku sagnfræðingarnir Helgi Þorláksson og Jón Viðar Sigurðsson ræða
báðir mikilvæg og athyglisverð efni í bókinni. Helgi finnur sannfærandi dæmi
um ólíka afstöðu til verslunarágóða í sögunum. Jón Viðar kortleggur lóðretta
og lárétta, nána og lauslega vináttu í þeim. Báðar greinarnar eru dæmi um
frjósöm tengsl mannfræði og sagnfræði; höfundarnir hafa mið af mannfræði-
legri þekkingu og nota hana til að gefa sögulegu efni almennara gildi og auk-
inn sannfæringarkraft. Svipað má segja um bandaríska lögfræðinginn VJÍlliotn
Iait Miller. Hann fjallar um geðshræringar í sögum og hefur athyglisverða um-
ræðu um vandann við að yfirfæra tilfinningar sem eru táknaðar með orðum ur
einu málsamfélagi og menningarheimi yfir í annan. Um tilfinningar söguper-
sóna okkar finnst mér hann hins vegar ekki bæta miklu við. Aaron Gurevntsj,
fulltrúi Rússa á ráðstefnunni, bendir á hvemig Sverrir konungur Sigurðsson
birtist sem sérstæður einstaklingur í sögu sinni; góð athugun en ekki ýkja
viðamikil.
Preben Meulengracht Sorensen leikur á íslendingasögur tilbrigði við það póst-
móderníska stef að ekkert sé til utan textans. Þetta er ögrandi grein, einkum '
samanburði við marga djarfa notkun íslendingasagna í bókinni, og fróðlegt ao
sjá þessu sjónarmiði beitt á sögur okkar. Preben færir umræðuna um heimild'
argildi íslendingasagna yfir í nýtt hugtakakerfi sem kann að eiga eftir að blasa
í hana nýju lífi, en síðasta orðið hefur hann ekki sagt um efnið.
Þá á ég eftir ónefndar þrjár greinar sem mér finnast einna skemmtilegastar
í bókinni.
Jesse L. Byock fer rækilegar í efni sem hann reifaði stuttlega í bók sinni, Mi‘
ieval Iceland (1988), og hefur enn rætt nokkru nánar í grein í Tímariti Mdls og
menningar LIV:1 (1993). Hann setur bókfestukenninguna um íslendingasöguf
í samhengi við íslenskan samtíma hennar; menn hafi viljað sjá sögurnar sem
verk einstakra snjallra rithöfunda á þeim tíma þegar þjóðin var að skapa ser
sjálfstætt borgarsamfélag undir forystu menntamanna. Þetta er sannfæran
en afsannar vitaskuld ekki bókfestukenninguna, því að verið getur að menn
hafi fengið réttan skilning á uppruna sagnanna þegar samtímaþarfir köllut
á hann. Engu að síður vekur Byock óhjákvæmilega efasemdir um bókfestu
kenninguna; hún er nokkru veikbyggðari eftir en áður. ,,
Sverre Bagge hefur valið að kynna efni sem hann fjallaði nánar um > n
sinni, Society and Politics in Snorri Sturluson's Heimskringla (1991). Hann sny^
þar gegn kenningu Halvdans Kohts um stéttaandstæður í átökum sem segú
í Heimskringlu. Snorri hugsaði í einstaklingum en ekki stéttum eða hagsmuna^
hópum, segir Bagge; deilur Heimskringlu eru fæðardeilur (feuds - þýðingru
tekin að láni úr grein eftir Helga Þorláksson í Sagnaþingi helguðu Jónasi KristJ
syni), svipaðar þeim sem við þekkjum úr íslendingasögum. Sjálfsagt m