Saga - 1994, Blaðsíða 288
286
RITFREGNIR
asta bindið, það 11., leit þar dagsins ljós 1943. Á kostnað Fræðafélagsins var
þessi frumútgáfa ]nrðabókarinnar ljósprentuð á árunum 1980-1988 og Sögufé-
lagið sá um dreifinguna hér á landi. Árið 1990 komu svo út tvö bindi til við-
bótar við fyrri útgáfu: Fyrra bindið var atriðisorðaskrá yfir öll ellefu bindin, en
engin slík skrá var til áður, þótt í hverju einstöku bindi sé nafnaskrá. Síðara
bindið, það 13., var „Verklýsing", en í þeim efnisparti fólst einkum: „Erindis-
bréf" og „Plan til jarðabókarinnar"; brot sem til voru af jarðabók um Skafta-
fellssýslu, sem ella brann eins og kunnugt er.
Meginefni þessa 13. bindis eru „Jarðabókarbréf", en í fyrrnefndri „Verklýs-
ingu" er bréf sem birt var á Alþingi 19. júlí 1702, þar sem „tilsegist... jarðeig-
endum ... upp að teikna allar sínar jarðir" (s. 11). Eins og eðlilegt var barst
þeim Árna og Páli mikiö af slíkum bréfum og eru þau nú varðveitt með rentu-
kammerskjölum í Þjóðskjalasafni og komu þangað úr Danmörku með dönsku
sendingunni 1928. Þessi bréf eru sum svo gömul að þau voru gefin út í ÍS'
lcnzku fornbréfasafni, en mikill hluti þeirra er frá 17. öld. í þessu 13. bindi voru
gefin út þau jarðabréf, sem eru jafngömul eða yngri en fyrrnefnt bréf 19. júh
1702, og þau yngstu eru frá árinu 1708. Þessi skjöl eru gefin út í heild og
virðist svo að þau hafi orðið til vegna samningar Jarðabókarinnar. Að þessu verki
vann fyrir Fræðafélagið Gunnar F. Guðmundsson og var það vel af hendi leyst,
en hér er ekki ástæða til að fjalla meira um það.
Bók sú sem hér er til umræðu hefur inni að halda útdrætti úr þessum jarða-
skjölum, sem eru eldri en þau sem prentuð voru í 13. bindi jarðabókar Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns. Líta má á þessa útgáfu útdrátta jarðabréfanna frá
16. og 17. öld sem eins konar framhald af jarðabókinni. Brot er það sama og
band er alveg eins, en hlífðarkápa er engin eins og er á öðrum bindum jarða-
bókarinnar í ljósprenti.
Bók þessi hefst á formála útgefanda og þar stendur (s. viii): „Einhver óþekkt-
ur fræðimaður hefur lesið bréfin vandlega yfir, skrifað út á spássíu dagsetn-
ingu þeirra og jarðanöfn og gefið hverju bréfi eða örk sitt númer." Ekki þekkir
útgefandi rithöndina, en giskar á Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð.
Uppskriftir af þessum jarðaskjölum eða hluta þeirra eru í Þjóðskjalasafm 1
skjölum í Steinklefa XXIV 5. Þar er sagt að hafi verið hér til láns frá Danmörku
á árunum 1905-1907 hluti þessara skjala „sem eldri voru en 1588 og öll þaU
skjöl, sem þeim voru samföst, þótt yngri væri." Fyrir Fornbréfasafnið voru
afrituð skjöl sem voru eldri en 1550 af Einari Þorkelssyni. „Hin eru öll af Ein-
ari Þorkelssyni afskrifuð hér, nema þau, sem betri voru annarsstaðar. Alt sam-
lesið með Einari Þorkelssyni 14.-19. júní 1907." Það er með öðrum orðum ljóst
að fyrir nærri níutíu árum hefur verið búið að skrifa upp meira af þessum
skjölum en útkomin eru enn þann dag í dag.
Aftan á þessu sama blaði er eftirfarandi klausa einnig með hendi Jóns Þor-
kelssonar þjóðskjalavarðar:
Árið 1897 fékk eg Bricka ríkisskjalavörð til þess að láta Boga Th. MeF
steð, sem þá var aðstoðarmaður við það skjalasafn, gera registrant >'hr
skjöl þau, sem fylgja jarðabók Árna Magnússonar. Þenna registrant
var Bogi svo búinn að ljúka við 1903. Þá fór hann frá skjalasafninu-
skjölin hefir Bogi ritað sýslunafn, registrantnúmer, dagsetningu °8