Saga - 1994, Page 290
288
RITFREGNIR
þessara bréfa eru afrit af skjölum sem mörg hljóta að vera varðveitt „betri
annars staðar", en það þyrfti að rannsaka, því að augljóst er að ekki kæmi til
mála að prenta texta þessara skjala eftir uppskriftum ef frumrit eru til. Sem
dæmi má nefna Jarðabréf nr. 11 í Dalasýslu, sem er prentað í XV. bindi Forn-
bréfasafnsins, en þar kemur fram að það er, fyrir utan þessa uppskrift, bæði til i
frumriti á skinni í AM. Fasc. LXVIII. 16 og einnig í bréfauppskriftunum AM.
Apogr. og er þar númer 5908.
Registur er skiptist í staðanöfn og mannanöfn er aftan við bókina og þaff
nákvæman samanburð til að hægt væri að gera athugasemdir við þau af viti-
Mér virtist nokkurn veginn nákvæmlega sagt hvar bæir eru í registri, en þo
er þar villa: Kleifar í Gilsfirði færast til og verða ranglega Kleifar í Miðfirði, en
fleiri hefur villt hvar þessi jörð er. Erfiðara er að vera viss um hvort menn eru
rétt aðgreindir en jarðir og ömefni; er um sama mann að ræða eða eru það al-
nafnar? Slíkt kostar miklar rannsóknir og er ómögulegt í öllum tilfellum að
verða viss. Vegna eigin athugana annars staðar get ég fullyrt að einum Jom
Torfasyni að minnsta kosti er ofaukið; Jón Torfason á s. 123 er sami Jón Torfa-
son og er á s. 79. Annars væri auðveldara að aðgreina menn ef skjölin væru
birt óstytt.
Þegar litið er yfir bókina í heild, inngang og skjalaútdrætti, er ljóst að ekki
er hægt að setja út á að skjölum sömu tegundar hafi verið dreift og rifin ur
samhengi eins og gert var í Fornbréfasafni vegna strangrar tímaraðar. Útgáfa
þessara útdrátta heldur að því Ieyti alltaf sínu gildi, þótt síðar verði þessi skjöl
gefin út í heild og önnur jarðaskjöl frá þessum tíma sem varðveitt em annars
staðar. Að sjálfsögðu er til margt skjala frá þessum tíma sem ekki eru jarða-
skjöl. Ekki er hægt að segja annað en framtak útgefanda, Gunnars F. Guð-
mundssonar, hafi verið virðingarvert og lofsvert, því að Heimildaútgáfa ÞjóS-
skjalasafns er eina framtakið frá seinustu áratugum sem gerir skjöl þessa tuna
aðgengileg. í báðum tilvikum er um að ræða einstaklinga sem standa fyrir ut-
gáfunni.
II
Fremst í inngangi sínum ræðir útgefandi Jarðabréfanna að þeim hafi verið ætlað
að birtast í Islenzku fornbréfasafni, en um framhald þess sé „nú um stundir
óljóst" (s. viii). Því er við hæfi og brýn ástæða að fjalla um bréfa- og skjalaut-
gáfur frá fyrri tímum, reyndar mikil nauðsyn að ræða þau mál vandlega og
marka stefnu um áframhald. Á 19. öld hófst víða um Iönd mikil útgáfa heuþ'
ildarita. Jón Sigurðsson forseti stóð fyrir útgáfu ýmissa heimilda um sögu IS'
lands. Fyrst verður hér nefnt Lovsamling for Island, en undirtitill þess gefur
góða hugmynd um innihaldið:
Indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og An
ordninger, Resolutioner, Instructioner og Reglementer, Althing5
domme og Vedtægter, Collegial-Breve, Fundatser og Gavebreve,
samt andre Aktstykker, til Oplysning om Islands Retsforhold og A
ministration i ældre og nyere Tider.
Fyrsta bindi þessarar ritraðar kom út 1853 og stóðu Oddgeir Stephensen og
Jón Sigurðsson að því, en alls urðu bindin 21 og kom það seinasta út 1889 og a