Saga - 1994, Blaðsíða 292
290
RITFREGNIR
Jón Þorkelsson lét sér ekki nægja að gefa út Fornbréfasafnið. Hann stóð fyrir
stofnun Sögufélags 1902. Á vegum þess var ýmislegt gefið út og árið 1912 hóf
það útgáfu á Alþingisbókum íslands og eru þær fyrstu fyrir árið 1570. Jón sagði í
formála I. bindis að árið 1930 yrði Alþingi 1000 ára: „Þyrfti útgáfa Alþingis-
bókanna að fá þann óskabyr, að þá væri henni lokið." Jón Þorkelsson sá um
útgáfu fjögurra fyrstu binda Alþingisbókanna og 1. heftis V. bindis, en sein-
asta bindi eða XVII. bindi þeirra leit fyrst dagsins ljós 1990 eða 60 árum síðar
en áætlað var í upphafi.
Seinasta bindi Fornbréfasafnsins sem Jón fomi lauk við að fullu var það X., en
af XI. bindi var aðeins ólokið registri er hann dó, en þá var eins og áður sagði
komið 1. hefti af XII. bindi. Páll Eggert Ólason lauk síðan við bæði þessi bindi
og gerði registur, en þá var lokið tímaröð skjalanna til 1554. Fleira af skjölum
lét Jón forni prenta, frá hans hendi komu út fjögur hefti af Bréfabók Guðbrands
byskups Þorlákssonar, en við hana lauk Páll Eggert Ólason einnig, en eins og
hann sagði í XIII. bindi Fornbréfasafnsins ætti hún í raun að vera XVI. bindi
þess.
Eins og Hannes Þorsteinsson sagði hér fyrr var Jón Þorkelsson búinn að
þaulsafna til framhalds Fornbréfasafnsins til 1570 og það gaf Páll Eggert Ola-
son síðan út þrjú bindi, XIII., XIV. og lauk XV. bindi með registri 1951. Þar er
formáli undirritaður af Páli, sem að vísu dó 1949, en hann ræddi um framhald
útgáfunnar og talaði þar tvímælalaust sá maður sem kunnugastur allra var
heimildum um sögu þessa tímabils. Hann taldi þar komið að tímamóturn þvl
að árið 1570 hefjast útgefnar Alþingisbækur. Páll Eggert taldi „einsætt, að Forn-
bréfasafninu verði haldið áfram, enda virðist ekkert því til fyrirstöðu, til
1650-60 eða svo." Einnig ræddi Páll um það sem gert hefði verið fleira til frarn-
halds Fornbréfasafnsins, ýmis skjöl frá tíð Guðbrands biskups Þorlákssonar og
uppskriftir sem gerðar voru eftir skjalauppskriftum í Árnasafni, Apographa-
Þau voru skrifuð upp fyrir tilstilli Jóns foma og „það sem eftir var að ráðs-
mennsku Hannesar Þorsteinssonar." Páll benti þarna réttilega á að um miklar
„bækur er ekki að ræða um fyr en 1650, bréfabækur Brynjólfs byskups Sveins-
sonar." Þá fer að verða íhugandi um áframhald, en hér verða nefndar hinar
stórmerku Visitasíubækur Brynjólfs biskups Sveinssonar sem em með nákværn-
ari og meiri vitneskju um kirkjur, ástand þeirra og eignir en fyrri bækur, ma
sem dæmi nefna að þar em taldar upp jarðir í kirkjusóknum með nafni og dyt'
leika og er þetta stundum elsta heimild um slíkt. Væri geysimikill fengur a
hafa þessar bækur útgefnar.
Eftir lát Páls Eggerts Ólasonar var ekki haldið áfram útgáfu FombréfasafnS'
ins eftir aðdráttum Jóns Þorkelssonar. Árið 1952 kom út 1. hefti af enskum
skjölum sem snerta ísland og stóð Björn Þorsteinsson að þeirri útgáfu- hvl
bindi lauk 1972 og vom þar eingöngu ensk skjöl og er vitaskuld gott að ha
skjöl svipaðs eðlis saman í bindi. Vitaskuld var þetta hið nauðsynlegasta ver /
en á sjötta áratugnum var íslensk sagnfræði í hvað mestri ládeyðu og var þvl
enginn til að halda áfram að gefa út önnur bréf frá þessum tíma.
Eftir að XVI. bindi lauk hefur ekki verið unnið að áframhaldi. Eina sem mef
er kunnugt að fram hafi komið af umræðum um framhald var á aðalhm
Hins íslenzka bókmenntafélags 1. des. 1973, en þá var spurt hvort félag1