Saga - 1994, Síða 293
RITFREGNIR
291
hygðist halda áfram útgáfu Fornbréfasafnsins. „Forseti svaraði fyrirspuminni á
þá lund, að líkur væm á, að útgáfu fombréfa yrði haldið áfram í samvinnu við
Þjóðskjalasafnið." Ekki er að sjá að neitt hafi orðið úr framkvæmdum, samanber
það sem haft var eftir útgefanda ]arðabréfanna um framhald þess hér að fram-
an. Þjóðskjalasafnið gaf á ámnum 1979 og 1983 út tvö bindi undir ritraðartitl-
inum Heimildaútgáfa Þjóðskjalasafns: Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar og Presta-
stefnudómar og bréfabók Gísla biskups Þorlákssonar. Þessi útgáfa var kostuð af
dánargjöf Jórunnar Jónsdóttur frá Nautabúi, sem gefin var til minningar um
son hennar Ingvar Stefánsson skjalavörð. Var í dánargjöfinni óskað eftir, „að
fyrst um sinn skuli sitja í fyrirrúmi skjöl um sögu Hólastóls á 17. öld." Eins
°8 ljóst er af þessu var ekkert samband milli þessara bóka og útgáfu Forn-
bréfasafnsins.
Sextán bindi Fornbréfasafns em ekki tæmandi útgáfa allra skjala til 1570. í
Sögu íslands III. bindi, sem út kom 1978 er kafli sem heitir: „Lögfesting kon-
ungsvalds" eftir Björn heitinn Þorsteinsson og Sigurð Líndal. Þar er með und-
ufyrirsögninni „Heimildir" (s. 29) m. a. fjallað nokkuð um íslenzkt fornbréfa-
safn og sagt að um það bil eitt bindi skjala frá tímabilinu fyrir siðbreytingu sé
enn óprentað. Þarna virðist vera endurtekning á því sem stendur í niðurlagi
formála Bjöms Þorsteinssonar að XVI. bindi Fornbréfasafnsins, en þar stendur:
Því miður koma hér ekki öll kurl til grafar, öll óbirt skjöl frá fyrrgreindu
árabili. A síðustu ámm hefur mér orðið kunnugt um talsvert af skjöl-
um, sem ættu heima í Fornbréfasafninu og eru frá tímabilinu eftir
1480.
A hvomgum staðnum er neitt getið um hvers konar skjöl það em eða hvar þau
eru varðveitt, t. d. verður ekki séð hvort þessi skjöl em sama eðlis og önnur í
XVI. bindi Fornbréfasafns eða skjölin em skrifuð á íslandi. Margir halda rang-
*ega að öll skjöl frá því fyrir siðaskipti séu útgefin með einhverjum hætti.
Ef ræða ætti um gagnsemi og not sagnfræðinga af Fornbréfasafninu yrði það
langt mál. Eitt fyrsta stórvirkið sem vemlega nýtir það er Menn og menntir
eftir Pál Eggert Ólason, en hann sagði í formála 1. bindis: „Má segja það, að
ntgerð þessi myndi aldrei hafa til orðið í þessum búningi, ef ekki hefði við notið
þessarar heimildar." Nefna má og Arnór Sigurjónsson og bækur hans: Ás-
Verja sögu og Vestfirðinga sögu 1390-1540. Bækur Einars Bjarnasonar: íslenzkir
ættstuðlar í þremur bindum nýta mjög Fornbréfasafnið. Ekki má heldur hér
Sleyma Sögu íslands, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út. Nú em margir
Penkjandi um ættir og hætta að rekja lengra aftur í aldir en til 1703, en kæmi
ramhald Fornbréfasafns yrði það mjög til að létta ættrakningar frá 1703 til
s'ðaskipta. Nú er unnið að rannsóknum á ættartölubókum sem vom settar
Saman á 17. öld og myndu bréfaútgáfur og ættartölurnar fylla hvort annað.
Margar einstakar ritgerðir og bækur hafa nýtt Fornbréfasafnið að meira eða
'i'mna leyti, má þar nefna t. d. íslenzka sjávarhætti eftir Lúðvík Kristjánsson,
Par sem víða er vitnað í fornbréf. Hér skal nefnt eitt dæmi um notkun þess
Par- I 1. bindi er kafli, „Kirkjurekar". Þótt höfundur væri duglegur að nota
°Prentuð skjöl var þar einungis fjallað um reka til 1570, en fróðlegt væri að
a‘a aðgengilegar heimildir um þetta efni á 17. öld, því að þar gæti verið vit-
neskja m. a. um fleiri kirkjureka, sem gæti e. t. v. gefið vísbendingu um hvort