Saga - 1994, Síða 295
RITFREGNIR
293
°g þann 8. mars 1993 var ein og hálf öld liðin frá því Kristján VIII. konung-
ur Danmerkur, Vinda og Gauta gaf út tilskipun um stofnun ráðgefandi sam-
komu fyrir Island, sem bera skyldi nafnið Alþingi og koma saman, a.m.k.
fyrst um sinn, í höfuðstað landsins Reykjavík. Þessara tímamóta hefur verið
■ninnst með ýmsum hætti, þótt hálfrar aldar afmæli lýðveldisins hafi óneitan-
lega borið þar hæst. Bókin sem hér er ritdæmd var t.d. beinlínis hugsuð sem
minningarrit um „endurreisn" Alþingis, og var það vel við hæfi af því að vart
verður sögulegra atburða betur nrinnst en með útgáfu vandaðra sagnfræðirita.
A margan hátt má líta á þessa bók Aðalgeirs Kristjánssonar sem hápunkt á
ferli hans sem sagnfræðings, því að þótt rit hans um ævi og störf Brynjólfs
Péturssonar þjóni enn sem grundvallarrit um íslenska stjórnmálasögu á fyrri
hluta 19. aldar er hún óhjákvæmilega brennd marki ævisögunnar - þ.e. lífs-
hlaup einstaklingsins sem myndar þungamiðju frásagnarinnar skyggir á þá
atburði og ferli sem sagnfræðingurinn reynir að skýra í textanum. Kannski
hefur sú staðreynd að búningur Endurreisnar alþingis er allur hinn glæsilegasti
emnig áhrif á þetta mat, en bókin er prýdd fallegum myndum og öll hönnun
bókarinnar er með ágætum. Hvað texta Aðalgeirs varðar og efnistök er þó
greinilegur svipur með bókunum tveimur. Frásögn höfundar er nákvæm og
studd viðamiklum skjala- og handritarannsóknum, en þar nýtur Aðalgeir
°viðjafnanlegrar þekkingar sinnar á skjalasöfnum 19. aldar. I söfnun heimilda
til bókarinnar hefur Aðalgeir leitað fanga víða, bæði í hefðbundnum heimild-
Urn eins og blöðum og útgefnum bréfasöfnum, en mestur fengur er þó að
rannsóknum hans á óprentuðum íslenskum og dönskum heimildum. Þar hef-
Ur hann fundið upplýsingar sem ég hef ekki séð vísaö til áður, þannig að sjálf-
sagt verður erfitt að finna frekari vitnisburð í skjalasöfnum um gang umræð-
unnar um stöðu Islands í danska ríkinu um miðja 19. öld eða viðbrögð við þjóð-
fundi.
A heimildaveiðum sínum hefur Aðalgeir grafið upp margt athyglisvert og
er ekki ástæða eða rúm til að tíunda það allt hér. Eitt atriði vil ég þó benda á
Sern kom mér skemmtilega á óvart í frásögn Aðalgeirs af undirbúningi þjóð-
^undar, atriði sem varpar nýju ljósi á stjórnmálasögu 19. aldar, ef ekki stjórn-
Uþalahugsun íslenska bændasamfélagsins almennt. Lengi hefur verið vitað að
P°Iitískar hræringar í Evrópu komu af stað róti í íslensku þjóðlífi og ber þar
uppreisnimar þrjár á ámnum 1849-50 auðvitað hæst, þ.e. norðurreið Skagfirð-
lnga, pereatið og dómkirkjuhneykslið. Oftast hefur verið litið á þessa atburði
Sem einangruð fyrirbæri í annars sléttri og felldri sögu lýðræðisþróunar á ís-
andi. Aðalgeir sýnir hins vegar fram á að djúpstæður ágreiningur ríkti hér á
c ndi á þessum árum um samskipti ríkisvalds og almennings. Ágreining-
Urinn var alls ekki fólginn í togstreitu íslenskra þjóðfrelsismanna og danskra
S|júrnvalda eingöngu, heldur snemst deilurnar ekki síður um það hverjir
yldu fara með völdin í íslensku lýðræðissamfélagi. Niðurstaða hans af þess-
an umræðu er mjög róttæk, eða svo vitnað sé í orð hans:
ekki verður um villst að þjóðin hafði skipað sér í öndverðar fylkingar,
embættismenn og fylgjendur þeirra annars vegar, en alþýðu manna
hins vegar. Það kom skýrt fram í sambandi við dómkirkjuhneykslið að