Saga - 1994, Page 297
RITFREGNIR
295
ágæta umfjöllun Lúðvíks Kristjánssonar í VestlendingumHér sýnast mér
komnar fram þær heimildir sem til eru um málið, innihald þeirra er sett fram
a skipulegan hátt og í frásögn Aðalgeirs tengjast atburðirnir vel þeim póli-
hsku hræringum sem áttu sér stað meðal bænda um sama leyti. Höfundur
gerir rækilega grein fyrir heimildum sínum og er því auðvelt fyrir sagnfræð-
inga og annað áhugafólk um efnið að draga af þeim sjálfstæðar ályktanir eða
leita sér fyllri upplýsinga. Hér nýtur Aðalgeir þekkingar sinnar á skjalasöfn-
um og fram kemur næmi hans fyrir þáttum í atburðarásinni sem ekki liggja
1 augum uppi. Það er þó ekki laust við að ég saknaði dýpri greiningar á skoð-
unum Jóns Sigurðssonar. Aðalgeir lítur á hann fyrst og fremst sem einlægan
þjóðernissinna, en gerir sér ekki mikinn mat úr frjálslyndi frelsishetjunnar.
Samkvæmt þessu mótaðist stefna Jóns í stjórnarskrármálinu af ósveigjanlegri
þjóðernisstefnu fremur en yfirvegun og raunsæi og er ekki laust við að höf-
undi finnist miður að þessi stefna hafi sigrað á þjóðfundi.
Eg er ekki fyllilega sáttur við þetta mat af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi
sýnist mér að rómantísk þjóðemisstefna hafi aldrei mótað stjómmálahugsun
Jóns Sigurðssonar neitt sérstaklega. Hann gerði sér fyllilega grein fyrir því að
um miðja 19. öld höfðu íslendingar alls ekki bolmagn til að standa á eigin fót-
um, og þótt stefnan skyldi sett á sjálfstæði þjóðarinnar taldi hann aukið frelsi í
viðskiptum við útlönd, eflingu menntunar landsmanna og tryggan fjárhag
ríkisins forsendur þess að landsmenn gætu farið með eigin mál af reisn. Bar-
attan við Dani á þjóðfundi snerist því fyrst og fremst um að koma í veg fyrir
'nnlimun íslands í danskt þjóðríki, og mér virðist að það hafi tekist bærilega. I
óðru lagi gerir Aðalgeir ekki skýra grein fyrir hvaða áhrif deilan um stjórnar-
skrármál Islendinga gat haft fyrir uppbyggingu danska þjóðríkisins. Megin-
uiunur einveldisríkja og Iýðræðislegra þjóðríkja liggur í því að í þeim fyrmefndu
kggur fullveldið hjá guði og konungi í sameiningu en í hinum síðamefndu
setur þjóðin sér lög - og verður að lúta lögunum. í þjóðríkinu skulu allir hafa
jafnan rétt til að hafa áhrif á Iagasetningu, a.m.k. innan þeirra takmarkana á
kosningarétti sem settar em á hverjum tíma, og allir eiga að vera jafnir gagn-
vart lögunum, án tillits til stéttar eða búsetu. Því var það gmndvallaratriði í
stefnu Dana að íslendingar tækju þátt í störfum danska þjóðþingsins og lytu
ákvörðunum þess, um leið og Jón Sigurðsson barðist með kjafti og klóm gegn
slíkn ráðstöfun. Báðir deiluaðilar gerðu sér grein fyrir að um þetta atriði varð
®kki samið; þ.e. ef íslendingar viðurkenndu yfirráð danska ríkisdagsins á ís-
landi þá jafngilti það innlimun landsmanna í danska þjóð, jafnframt því sem
krafa íslendinga um fullveldi í innri málum hlaut að leiða á endanum til al-
gerra sambandsslita við Dani. Hið flókna reiptog um stöðu íslands í ríkisheild-
'nnL sem birtist okkur nú sem frekar innihaldsrýrt karp um smáatriði, snerist
PVl um gmndvallaratriði í almennum stjórnskipunarrétti og harka deilunnar
nefgaðist af því að hvomgur aðilinn var í nokkurri aðstöðu til að gefa eftir.
Svo langt sem hún nær er bókin Endurreisn alpingis og pjóðfundurinn hið
f Lúðvík Kristjánsson, Vestlendingar 11:2 (Reykjavík: Heimskringla, 1960), bls. 144-
160.