Saga - 1994, Page 305
RITFREGNIR
303
legt smálegt mætti tína til sem orkar tvímælis svo sem notkun á hugtökum,
starfsheiti á konum (þær eru sumar titlaðar með núverandi starfsheiti þar sem
fjallað er um tíma þegar annað átti við), eitt og annað sem talið er KRFI eða ein-
stökum konum til tekna svo sem lenging fæðingarorlofs 1986 sem átti sér
'angan aðdraganda þótt á kæmist í ráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur, en
hér verður sparðatíningi sleppt.
Bók Sigríðar Th. Erlendsdóttur á eflaust eftir að leiða marga á vit kvenna-
sogunnar og hún á örugglega eftir að reynast kennurum og ritgerðarsmiðum
gott vegarnesti. Sem sagnfræðiverk er bókin nokkuð gölluð að mínum dómi.
Eg hefði kosið að sjá aðrar áherslur, einkum meiri hugmyndafræði, samhengi
við sögu og samtíma, skýringar og sagnfræðilegt mat. Það er hins vegar ekki
það sem höfundur ætlaði sér og slíkt verk verður að bíða betri tíma. Það hefur
frá upphafi verið eitt af markmiðum kvennabaráttunnar að gera konur sýni-
iegar, draga fram sögu þeirra og efla þar með sjálfsvitund þeirra. Sigríður Th.
Eriendsdóttir hefur nú lagt sitt af mörkum til þess að íslenskar konur geti
kynnt sér baráttusögu margra kynslóða kvenna hér á landi. Fyrir það ber að
Pakka henni.
Kristín Astgeirsdóttir
Lýður Björnsson: ALDAN 100 ÁRA. Útgefandi Skipstjóra-
og stýrimannafélagið Aldan. Reykjavík 1993. 350 bls.
egar ég réðst til Fiskifélags íslands sem ritstjóri Ægis 1937 kynntist ég brátt
eir Sigurðssyni, þá fyrrverandi útgerðarmanni og skipstjóra, en einum af
st)órnarmönnum Fiskifélagsins. Hann var margfróður, enda víða komið við,
m.a. verið einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar
°8 Sjómannafélagsins Bárunnar. Sem Óldumaður var hann svo til óslitið ritari
elagsins fyrstu tvo áratugina, auk þess að koma þar meira og minna við sögu
með öðrum hætti miklu lengur. Geir sagði mér margt af starfsemi Öldunnar
Se'nt og snemma, en auk þess hafði ég sem ritstjóri Ægis endrum og sinnum
^ ÞV1' sem fram fór í félaginu. Mér var því fögnuður í huga, þegar út
m á síðastliðnu hausti hundrað ára saga Öldunnar, svo að ég mætti þá end-
Urnýja gamla vitneskju mér vafalaust að nokkru leyti gleymda.
Aður en komið er að því að greina í sem stystu máli frá riti Lýðs er vert að
8eta þess, að fyrr voru áform um að skráð yrði saga Öldufélagsins. Þegar Ald-
f. Var fertug vildu menn fá samið afmælisrit, þar sem aðallega væri fjallað um
veiðisögu Reykjavíkur. Vegna kostnaðar varð ekki af því. Öldumenn
eymdu þó ekki þessari ætlan, því að fyrir þeirra atbeina tók Vilhjálmur Þ.
ls ason að sér að minnast Öldunnar í tengslum við 50 ára afmælið. Samdi