Saga - 1994, Page 306
304
RITFREGNIR
Vilhjálmur mikið rit - Sjómannasögu - þar sem mest segir af sjómennsku og
fiskveiðum í Faxaflóa, en ísafoldarprentsmiðja hf. gaf ritið út. Lítillega er greint
þar frá upphafi Oldunnar, starfsemi hennar og getið margra Öldufélaga. -
Loks gerðist það 1981, að Bárður Jakobsson tók að sér að skrá sögu Öldunnar og
birtist rit hans - Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan 1893-1943 - á 90 ára
afmælinu 1983. En þar er einungis fjallað um hálfrar aldar sögu félagsins,
eins og heiti ritsins ber með sér. Vafalaust hefur þetta rit Bárðar orðið Lýð léttir
svo langt sem það nær, enda segist hann allvíða hafa stuðst við það.
II
Ritið Aldan 100 ára er mikið meira en saga hennar, því að þar er ennfremur
greinargott yfirlit um margt sem snertir sjómennsku og fiskveiðar aftur og
fram í tímann og þá meir og minna í tengslum við Öldufélagið. En áður en
vikið er að þessum þætti ritsins verður staldrað við upphaf Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar og í hverju starf þess fólst í höfuðdráttum-
Þeim hluta ritsins er skipt í þessa kafla: Stofnun félagsins Öldunnar - Aldan
1894-1917. - Starfssaga Öldunnar 1917-1953. - Aldan og nútíminn. - Kven-
félagið Aldan. - Loks er samandregið yfirlit: Skipstjóra- og stýrimannafélagö
Aldan1893-1993.
Þegar dró til loka síðustu aldar hafði þilskipaútvegur aukist mikið og þvl
fylgdu markverð tilvik honum til styrktar. Ber í upphafi að nefna fyrsfu lögm
um atvinnu við siglingar, auk farmannalaga, en hvortveggja voru sett á ar-
unum 1889-1893. Stofnun Stýrimannaskólans verður um svipað leyti og fra
honum útskrifast fyrstu nemarnir 1893. Geir Sigurðsson taldi að fyrrgreind
lög og upphaf Stýrimannaskólans hefðu kveikt í mönnum og þá orðið til hug'
myndin um stofnun félags fyrir skipstjóra og stýrimenn. Af framkvæmd varð
7. október 1893 með um 20 þátttakendum. Aldan er því elsta stéttarfélag sjó-
manna, hefur starfað óslitið í heila öld.
Félagar í Öldunni gátu þeir orðið, sem lokið höfðu farmanna- og fiskj'
mannaprófi frá Stýrimannaskólanum eða hliðstæðu prófi og voru búsettir á fe'
Iagssvæðinu, sem Iengstum var Reykjavík og Seltjarnarnes, ásamt Kópavog1
og Mosfellssveit síðar. Á sjöunda áratugnum urðu til sex Öldudeildir víðs
vegar um land.
Tilgangur Öldunnar var að breyttu breytanda sá sami og fram kemur í !óg'
um hennar 1972, en þar segir, að hann sé að gæta stéttarlegra hagsmuna skip
stjórnarmanna á fiskiskipum og flutningabátum og semja um kaup þeirra og
kjör við vinnuveitendur, stuðla að framförum í fiskveiðum landsmanna °8
vinna að bættu öryggi sjófarenda, að auka samstarf skipstjórnarmanna og SI°
mannastéttarinnar í heild á félagslegum, menningarlegum og efnahagslegunl
grundvelli og loks að vera málsvari skipstjórnarmanna á íslenskum fiskiskip
um á opinberum vettvangi. Á löngum tíma kom margt til greina varðandi i
ganginn og í samræmi við hann. Verður hér stiklað á stóru því til sanninda-
Skömmu eftir upphaf félagsins var stofnaður Styrktarsjóður Öldunnar, e11
honum átti að verja til stuðnings þeim félagsmönnum, sem sökum elli e ^
heilsubrests yrðu atvinnulausir og einnig ekkjum og börnum félagsmanna, ‘