Saga - 1994, Síða 307
RITFREGNIR
305
þeim látnum, ef þess væri þörf. Þetta var háleitt markmið, sem ógerlegt
reyndist að framfylgja, meðal annars vegna þess að sjóðurinn var varðveittur í
Söfnunarsjóði íslands, fraus þar inni og sem næst gufaði upp vegna verð-
bólgu. Varð því úr að stofna nýjan sjóð, Styrktar- og sjúkrasjóð Öldunnar, en í
hann áttu atvinnurekendur að greiða 0,7% af kauptryggingu. Sá sjóður tók við
hlutverki þess eldra og starfar enn. Árið 1912 gekkst Geir Sigurðsson fyrir því
meðal Öldumanna að þeir styrktu Jóhannes Kjarval með fjárframlagi, en hann
var þá við nám í Kaupmannahöfn. Sagt var að sú fjárhæð hefði samsvarað
árskaupi skipstjóra.
Oldumenn byrjuðu með mál- og fræðslufundi samtímis og félagið var stofn-
að- Á tíma þilskipaútgerðar voru þessir fundir oft á vetrum og menn þá fengn-
Ir til að flytja þar erindi. Bjarni Sæmundsson var þar tíður gestur, enda sam-
vinna mikil við Öldumenn á rannsóknaferli hans. Margt var umræðuefni
þessara funda. Eitt sinn var t.d. fjallað um refsiákvæði farmannalaganna og
samþykkt að hver sá skipverji er sæist ölvaður um borð skyldi sektaður. Þá
bundust skipstjórar samtökum um að leyfa ekki hásetum að flytja ölföng um
borð. Rætt var um að vinna að því að útlendum orðum í sjómannamáli yrði rutt
ur vegi fyrir innlendum nýyrðum, en á mörgum tækjum og athöfnum voru
þá erlend orð, einkum dönsk og síðar ensk eftir að togveiðar byrjuðu. Fjallað
var um þjóðfánamálið.
Varðandi sjávarútvegsmál var víða komið við, m.a. í sambandi við fisk-
verkun og markaðsmál og menn sendir á vegum Öldunnar til Noregs og Hol-
lands til þess að kynna sér nýtingu sjávarfangs. Öryggismál voru ætíð til um-
r*ðu, en mest kvað að því í upphafi seinni heimsstyrjaldar og meðan hún var-
aði. Tengdust þær umræður öryggisvernd um borð í skipum, stríðstryggingu,
ahættuþóknun farmanna og ennfremur greiðslu dánarbóta. Oft voru gerðar
samþykktir um landhelgismálið. Þar var fylgt fyllstu kröfum um útfærslu
lögsögunnar. Á sínum tíma var fylgt fast eftir friðun Faxaflóa og síðar friðun-
araðgerðum varðandi veiðar smáfisks og notkun veiðarfæra, sem geta haft
ahrif á hrygningarsvæði og botn. Einnig gætti stuðnings Öldunnar við margs-
honar samtök, er snertu sjómannastéttina almennt og margt henni tengt.
Oldumenn studdu þegar í upphafi stofnun Fiskifélags íslands 1911 og löng-
Urr> var samstarf milli þess og Öldunnar, en úr henni voru forsetar Fiski-
^‘lagsins um 30 ára skeið. Aldan beitti sér ásamt Fiskifélaginu fyrir stofnun
blysavarnafélags íslands 1928. Þegar Farmanna- og fiskimannasamband ís-
'ands var stofnað 1937 varð Aldan strax aðildarfélag þess. Þá stóð félagið að
stofnun Sjómannadags 1938 ásamt Sjómannadagsblaði og Sjómannadagsráði
■neð fulltrúa í því, og hefur sú þátttaka verið óbreytt frá upphafi.
A opinberum vettvangi var Aldan málsvari skipstjórnarmanna og fram að
Peim tíma að Farmanna- og fiskimannasambandið tók til starfa voru kjaramál
Peirra einnig öðrum þræði á hennar vegum. Við bar að Öldumaður væri í bæj-
arstjórn Reykjavíkur og löngum var maður úr félaginu í hafnarnefnd. Til fram-
væmda á síðustu árum má einkum nefna orlofsmál, en félagið á tvö sumar-
þUs 1 Brekkuskógi í Biskupstungum. Ennfremur tók það á leigu sumarhús í
>'skalandi, og var um tíma mikil ásókn í að nota þau.
ínnan Öldufélagsins var stofnað Kvenfélagið Aldan. Það hefur komið mjög
2o
'SAGA