Saga - 1994, Page 308
306
RITFREGNIR
við sögu sumarbústaðaframkvæmda félagsins og mannúðarmálum tengdum
sjómönnum hefur það einnig sinnt, meðal annars með fjárstuðningi. Síðan 1976
hefur Kvenfélagið Aldan á hverju ári selt kaffi við slit Sjómannaskólans.
111
Telja má að yfirlitið í ritinu um fiskveiðar og sjómennsku landsmanna á tíma-
skeiði Oldunnar sé nauðsynlegt til þess að átta sig á gildi hennar varðandi sjo-
mannastéttina. Sá hluti ritsins skiptist í þessa kafla: Formaðurinn verður skip-
stjóri. - Á morgni nýrrar aldar. - Sjávarútvegurinn 1917-1953. - Útvegsmál
1953-1993.
Fyrsti kaflinn felur í sér blæbrigði árabátaaldar gagnvart upphafi þil"
skipatímabilsins, sem ætlaður er verðugur bás, enda gætti þess mest á gelgju'
skeiði Oldunnar. 1 kaflanum „Á morgni nýrrar aldar" er rakið hver breyting
verður þegar vélaraflið kemur til sögunnar og útgerð hefst á mótorbátum og
togurum. Nær sá þáttur að heita til loka fyrri heimsstyrjaldar og birt morg
vitni um þá breytingu, sem verður í þjóðlífinu. Dylst ekki að þar skera sig ur
umskiptin í sjávarútveginum.
1 þættinum, sem tengdur er tímabilinu 1917-1953, er fyrst minnt á, að í upp-
hafi þess var seldur úr landi eins og í einni veifu þriðjungur togaraflotans.
Síðar gætti áhrifa kreppunnar og enn síðar áhrifa styrjaldaráranna, en þau
áhrif voru misvísandi og settu í samræmi við það mark sitt á fiskveiðarnar.
Víða er komið við í frásögn af margþættu starfi og aðbúð sjómanna á styrjald-
arárunum. Endahnúturinn var mikil nýsköpun í útgerð, fiskiskipastóllinn var
endurnýjaður í eiginlegri merkingu. Það gerðist með þeim hætti að keyphr
voru í einu 33 nýir togarar frá Bretlandi og 45 vélbátar frá Svíþjóð. Lýst er
gerð og fyrirkomulagi nýju togaranna til samanburðar við þá eldri.
í lokakaflanunr usr útvegsmál, sem spannar síðustu 40 árin, nær alveg d|
1993, ber einnig nokkuð á aukningu fiskiskipaflotans, þegar t.d. á einu an
voru keyptir 12 togarar frá Austur-Þýskalandi. En langsamlega mest segir i
þessum kafla frá landhelgisdeilunni og ýmsu, sem hún hafði í för með ser.
Þótt þar sé stiklað á stóru kemur eigi að síður flest fram, sem máli skipúr-
Hvalveiðum eru gerð nokkur skil og deilum varðandi þær. Víða er vikið að
síldveiðum og vinnslu síldar, ýmsum nýjungum um veiðarfæri og umbúnað
þeirra, svo og markaðsmálum í tengslum við nýjar verkunaraðferðir og áður
ónýttar fisktegundir.
Dálítið gætir endurtekninga, en hvergi jafn náinna sem á bls. 17. Nokkur
ofrausn finnst mér á lýsingu síldveiða eftir bók Birgis Sigurðssonar miðað vi
frásagnir af öðrum veiðiaðferðum. Myndefni er mikið, en myndaskrá vantar-
Úr því farið var að tengja fiskveiðar og farmennsku landsmanna við aldarsögu
Öldunnar, sem telja verður eðlilegt, eins og fyrr er getið, hefur að mínu vltl
tekist vel um þá leiðsögn. Sjálf er saga félagsins rakin á ljósan hátt og skilvis
lega vitnað til heimilda. Eftir lesturinn er ég margfróður um Skipstjóra- °S
stýrimannafélagið Ölduna, elsta sjómannafélag landsins.
Lúðvtk Kristjánsson