Saga - 1994, Blaðsíða 310
308
RITFREGNIR
Jón Guðnason sýnir fram á að bátafloti Rauðsendinga var vélvæddur á fyrstu
tveim áratugum 20. aldar, en eftir 1920 tók útgerðinni að hnigna, uns hún
lagðist alveg niður um 1950. Samfara þessu fækkaði fólkinu og þeir, sem eftir
voru, byggðu afkomu sína í æ ríkari mæli á landbúskap.
Þessi þróun er einkar athyglisverð, ekki síst fyrir þá sök að hún var alls ekki
einskorðuð við Rauðasand. Hið sama gerðist víða arrnars staðar á Vestfjörðum a
sama tíma, t.d. noröur við ísafjarðardjúp og á Hornströndum. Þar vélvæddu
útvegsbændur báta sína þegar í upphafi aldarinnar. Sú framkvæmd var til-
tölulega einföld og ódýr og var fljót að skila sér í aukinni sókn og meiri afla-
En svo komu stærri skip, þilfarsbátar, og sumstaðar togarar. Þeir þurftu að-
stöðu, sem bændur réðu ekki við að byggja upp. Þar varð að koma til framlag
fjársterkra einkaaðila. A fyrri hluta aldarinnar var næsta lítið um að opinberir
aðilar legðu fram fé ti! uppbyggingar í sjávarútvegi og því leitaði vinnuafhð
þangað sem stórútgerðarmenn hösluðu sér völl. Gömlu útvegsbændurnir urðu
undir í samkeppninni og þá fluttist fólkið þangað sem vinnu var að hafa. Eins
og Jón sýnir fram á, fluttust Rauðsendingar flestir til Patreksfjarðar, a.m.k. 1
fyrstu, og eftir urðu þeir einir sem gátu haft lífsframfæri af landbúskap. A
sama hátt fluttust Djúpmenn og Hornstrendingar ti! Isafjarðar og Bolungar-
víkur og sumstaöar fóru harðbýlustu sveitirnar í eyði.
Þessi bók Jóns Guðnasonar er ekki stór, en hún er nýjung í íslenskum
byggðasögurannsóknum og markar að minni hyggju tímamót. Hér er tekið a
efni, sem á næstu árum hlýtur að verða íslenskum sagnfræðingum forvitnilegt
rannsóknarefni.
]ón Þ. Þór
Guðrún Sveinbjarnardóttir: FARM ABANDONMENT IN
MEDIEVAL AND POSTMEDIEVALICELAND: AN INTER-
DISCIPLINARY STUDY. Oxbow Books. Oxford 1992. 192
bls. Uppdrættir, myndir.
Titill þessa rits, sem á íslensku gæti verið „Eyðing sveitabæja á Islandi a
miðöldum og eftir miðaldir; þverfagleg rannsókn", bendir til þess að hér se
um að ræða athyglisvert rit. í samantekt fremst í ritinu segir: „This study exa
mines the role of climatic deterioration, erosion, epidemics and econormc
factors in shaping the Icelandic landscape and provide (sic) the first compre
hensive treatment of Icelandic settlement patterns to be published in eithei"
English or Icelandic." (í lauslegri þýðingu: Rannsókn þessi fjallar um hlut
versnandi loftslags, jarðvegseyðingar, farsótta og efnahagslegra þátta í mótun
íslensks landslags og er það fyrsta yfirlitsumfjöllunin um íslenskt búsetu
mynstur sem gefin hefur verið út hvort heldur er á ensku eða íslensku.) Ac
lesandanum læðist reyndar strax sá grunur að hér sé nokkuð stórt til orc